top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Keppnisbílar Opinberaðir

Updated: Jun 16, 2019

Nú er farið að styttast í lokakeppni keppnistímabils #2 í GTS Iceland. Það er endað með stæl, en síðasta keppnin er 2 klukkustunda þolakstur á hinni sögufrægu braut, Nürburgring Nordschleife, og fer fram miðvikudaginn 19. júní. Brautin er alræmd fyrir að vera flókin og fljót að refsa, en Nordschleife er yfir 20km að lengd og tekur það tæpar 7 mínútur að fara hringinn í Gr.3 (GT3) bílum eins og keyrðir verða á miðvikudaginn.


Nokkrir keppendur hafa "frumsýnt" bíla sína í Facebook hópi keppninnar og koma hér að neðan myndir af þeim sem hafa sýnt sína keppnisbíla. Það eru allir velkomnir í hópinn, hvort sem heldur það er til þess að fylgjast með eða taka þátt í keppnum, þannig áhugasamir eru endilega hvattir til þess að ganga í hópinn.

Hannes og GT3 spec bjallan hafa reynst gott combo hingað til, hví breyta?

Valli keyrir að venju undir flaggi Fish & Chips Racing Ream. Laglegur Nissan GT-R í boði Hafið Fiskverslun

Guffi fór í einfalt all-carbon útlit á Lexus RC F GT3, og bíllinn svo merktur sérstaklega fyrir þessa keppni

Jón Ægir mun bruna um á AMG GT3, og að venju undir flaggi Byko. Sérlega fallegur bíll.

Snorri keyrir einnig AMG GT3 og fékk góðfúslegt leyfi frá Kólus til að keyra undir merkjum þeirra í keppninni.

Sindri keyrir þennan fallega BMW M6 GT3 undir flaggi Jónar Transport. Ekki lítið vígalegur.

AMG GT3 er afar vinsæll, og mun Einar keyra um á honum líka. Hann keyrir undir merkjum Tómstundahússins og Íslandsbanka, sem er nýr sponsor í herbúðum Einars.


120 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page