Nú er farið að styttast í lokakeppni keppnistímabils #2 í GTS Iceland. Það er endað með stæl, en síðasta keppnin er 2 klukkustunda þolakstur á hinni sögufrægu braut, Nürburgring Nordschleife, og fer fram miðvikudaginn 19. júní. Brautin er alræmd fyrir að vera flókin og fljót að refsa, en Nordschleife er yfir 20km að lengd og tekur það tæpar 7 mínútur að fara hringinn í Gr.3 (GT3) bílum eins og keyrðir verða á miðvikudaginn.
Nokkrir keppendur hafa "frumsýnt" bíla sína í Facebook hópi keppninnar og koma hér að neðan myndir af þeim sem hafa sýnt sína keppnisbíla. Það eru allir velkomnir í hópinn, hvort sem heldur það er til þess að fylgjast með eða taka þátt í keppnum, þannig áhugasamir eru endilega hvattir til þess að ganga í hópinn.
Comentários