• GTS Iceland

Nýliða-/Kynningarkeppni #2 í kvöld

Önnur nýliða-/kynningarkeppni GTS Iceland fer fram í kvöld. Tímatökur hefjast kl. 20:00 sem standa yfir í 10 mínútur og svo hefst keppnin á slaginu kl. 20:10.


Keyrðir verða 18 hringir á brautinni Kyoto Driving Park - Yamagiwa og munu allir keppendur keyra Lamborghini Huracán Gr.4 bílinn. Þessi keppni er í sama sniði og Tier 2 deildin mun verða þegar hún hefst á komandi tímabili í haust. Sjá nánari upplýsingar um Tier 2 deildina HÉR.


Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með, eða taka þátt í þessari keppni, sem og öðrum keppnum í framtíðinni, eru eindregið hvattir til þess að ganga í Facebook hópinn GTS Iceland.


Keppninni verður streymt í beinni útsendingu HÉR. Opin æfing hefst kl. 19:30 og mun streymið fara í gang fljótlega eftir það.

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now