Öðru tímabili GTS Iceland fer senn að ljúka, en á morgun, 19. júní, fer fram síðasta keppnin, 2 klukkustunda þolakstur á Nürburgring Nordschleife. Tímabil #3 fer svo af stað í haust með pomp og prakt.
En það þýðir ekki að það verði ekkert keyrt í sumar. Sunnudaginn 14. júlí mun fara fram Opna Dominos Sumarmót GTS Iceland! Dominos gefa vinninga fyrir 1.-3. sæti, sem verða gjafabréf að verðmæti 10.000kr, 5.000kr og 3.000kr.
Keppnin verður "One-Make", sem þýðir að allir keppendur keyra sama bílinn, og munu þeir allir skarta Dominos merkingum. Sjá myndir hér að neðan. Það er hinn sögufrægi Toyota Sprinter Trueno 1600GT APEX (AE86) '83 sem varð fyrir valinu, en sá bíll er líklegast frægastur fyrir epísk drift í Initial D.
Í heildina verða keyrðar þrjár brautir, og mun heildar stigaskor í lokin skera úr um úrslit.
Keppninni verður streymt og lýst í beinni útsendingu í gegnum Youtube og er öllum sem hafa áhuga á að taka þátt bent á að ganga í Facebook hópinn GTS Iceland og melda sig "Going" í viðburðinn sem er þar inni undir "Events". Þar eru allar nánari upplýsingar að finna.
ATH að það geta að hámarki 15 keppendur tekið þátt, og þegar þetta er skrifað eru laus 6 pláss, þannig að hika er sama og að tapa.
コメント