top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tímabili 2 Lokið, Úrslit og Lokastaða

Keppni #12, sú síðasta á öðru keppnistímabili GTS Iceland, fór fram síðastliðinn miðvikudag, 19. júní. Eins og áður hefur komið fram var keyrt á Gr.3 (GT3 spec) bílum í þolaksturskeppni á Nürburgring Nordschleife, en keyrt var í tvær klukkustundir.


Einar Björgvin (Einsi_Smart) hreppti sigurinn, en liðsfélagi hans í liði Tómstundahússins/Íslandsbanka, Arnar Már (Addi_Smart) var ekki nema rúmum tveimur sekúndum á eftir honum í 2. sæti. Þeir félagar hefðu ekki getað óskað eftir betri úrslitum, og alveg ljóst að Arnar stóð undir væntingum og mun eflaust fá áframhaldandi sæti í liðinu.


Nú eru því úrslitin ráðin og ljóst er að Einar er GTS Iceland meistari annars keppnistímabils og ekki hægt að segja annað en að hann sé vel að því kominn. Jón Valdimarsson (GT--iceman) endar í 2. sæti, og Hannes Jóhannsson (Hanzo_GTs) í því þriðja.


Nú tekur við sumarfrí, en keppnistímabil #3 mun hefjast í haust. Þá mun verða keyrt í tveimur deildum, en Tier 2 deildin fer af stað samhliða Tier 1 í haust. Allt fyrirkomulag er ennþá í vinnslu, en nánari upplýsingar munu birtast hér á GTSIceland.com þegar það liggur fyrir.


Hér að neðan má sjá lokastöðu í stigakeppninni, ásamt úrslitum lokakeppninnar. Efstu 10 keppendur hafa tryggt sér keppnisrétt á komandi tímabili í Tier 1, en hin 6 plássin sem eftir eru verða úrskurðuð með tímatöku sem tilkynnt verður um síðar.


Eins og sjá má var baráttan mjög stíf á flestum vígstöðvum, en sem dæmi eru ekki nema 5 stig sem aðskilja 9.-12.- sætið.

Úrslit lokakeppninnar

Lokastaðan í stigakeppninni. Topp 10 hafa tryggt sér öruggt sæti í Tier 1 á komandi tímabili

71 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page