top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tímataka fyrir laus pláss í Tier 1

Undirbúningur fyrir þriðja keppnistímabil GTS Iceland er í fullum gangi. Tímabilið hefst í september, en það er að nógu að huga á milli tímabila.


Nú er loks búið að ákveða tíma, dagsetningu og fyrirkomulag á tímatökunni sem úrskurðar laus pláss í Tier 1. Efstu 10 ökumenn síðasta tímabils eru með öruggan keppnisrétt áfram, en 6 pláss eru laus, og munu 6 efstu tímar í tímatökunni hreppa þau sæti.


Keyrt verður á Ford Mustang Gr.3 á Suzuka Circuit í 60mín tímatöku. Allar nánari upplýsingar er að finna í Facebook hóp GTS Iceland. Áhugasömum er bent á að ganga í hópinn og skrá sig í tímatökuna sem er undir "Events" í hópnum.


Tímatökunni verður streymt beint á Youtube HÉR.

111 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page