top of page

Team Tómstundahúsið/Íslandsbanki fær nýjan ökumann

  • Writer: GTS Iceland
    GTS Iceland
  • Jun 18, 2019
  • 1 min read

Einar Björgvin (Einsi_Smart) hefur keyrt síðustu keppnir undir merkjum Tómstundahússins og bíll hans merktur þeim og þeim vörumerkjum sem þeir selja. Nú á dögunum bættist annar aðalsponsor á bílinn hjá honum, en merki Íslandsbanka prýðir nú einnig bíl Einars.


Í dag eru frekari tíðindi úr herbúðum liðsins, en Einar hefur tekið inn Arnar Má (Addi_Smart) sem annan ökumann liðsins fyrir lokakeppnina á morgun. Arnar er sterkur ökumaður og hefur sýnt góða takta, en hvort Arnar haldi plássinu verður að koma í ljós í framhaldinu. Þar sem keppni morgundagsins er sú síðasta á tímabilinu hefur Einar góðan tíma til að vega og meta hvort hann haldi Arnari á roster liðsins.


Það er ekki hægt að neita því að þeir eru álitlegir, AMG GT3 bílar liðsins:


Flottir saman. Einar keyrir bíl #70 og Arnar #79

Arnar mun keyra bíl merktan #79


Comments


Styrktaraðilar

GTSI Banner Horizontal SLIM.001.png
  • Facebook
  • Youtube
  • Discord

©2024 GTS Iceland

bottom of page