top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tier 1, Keppni #11 af 12 - Úrslit og Staða

Keppni #11 af 12 í Tier 1 fór fram í gærkvöldi. Keyrðir voru 38 hringir á Fuji Speedway í Gr.2 bílum. Keppnin var mjög hörð og sást það strax í tímatökum að hart yrði barist, enda hópurinn mjög jafn á tíma.


Það voru einhver forföll, en aðrir komu inn og hlupu í skarðið. Þrír keppendur í þessari keppni voru að keyra sína fyrstu Tier 1 keppni, þeir Kári, Halli og Sævar.


Halli og Sævar keyrðu báðir í nýliðakeppninni sem var haldin um daginn, en Kári var hér að keppa í sinni fyrstu keppni í GTS Iceland. Hann gerði sér lítið fyrir og tók ráspól, sigur og var með hraðasta hring. Það verður að segjast að ekki er hægt að vonast eftir betri innkomu í hópinn en það.


Hér má sjá heildarúrslit keppninnar, ásamt stöðu í stigakeppni fyrir síðustu keppni. Úrslitin ráðast þann 19. júní með 2 klukkustunda þolakstri á Nordschleife. Hægt er að sjá nánari tölfræði HÉR.51 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page