top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tier 1 Tímatökur í Kvöld

Nú fer hver að verða síðastur til að láta reyna á að fá keppnisrétt í Tier 1 deildinni á komandi tímabili, en í kvöld milli kl. 20:00 - 21:00 fara fram formlegar tímatökur sem skera úr um hverjir hljóta þau 6 pláss sem eru laus.


Nú þegar hafa fjórir keppendur sett tíma, en komið var til móts við þá keppendur sem höfðu áhuga á að taka þátt en höfðu ekki tök á því að vera með í kvöld. Þeir tímar verða ekki opinberaðir fyrr en í tímatökunni í kvöld.


Þeir sem ekki ná keppnisrétt í Tier 1 þurfa þó ekki að örvænta, því Tier 2 deildin verður keyrð samhliða Tier 1, ásamt því að við höldum uppteknum hætti og höldum off-season keppnir hér og þar, þannig að enginn ætti að skorta kappakstur.


Allar nánari upplýsingar eru í Facebook hóp okkar, en viðburðinn finnið þið undir "Events" í hópnum.

44 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page