top of page
Writer's pictureGTS Iceland

Tier 1 Tímatökur Framundan

Tíminn líður og fyrr en varir mun þriðja keppnistímabil GTS Iceland hefjast, en fyrsti keppnisdagur er þann 11. september. Eins og komið hefur fram áður þá verða breytingar á fyrirkomulagi mótaraðarinnar í haust, en það verða keyrðar tvær deildir: Tier 1 og Tier 2.


Tier 1 deildin er sama deild og hefur verið keyrð síðustu tvö tímabil, en verður þó í aðeins breyttri mynd. Keppnir verða fleiri, möguleiki er á liðum og munu keppendur og lið festa sér bíla fyrir allt tímabilið. Nánari upplýsingar um deildirnar má finna hér:



Efstu 10 keppendur frá liðnu tímabili eru með öruggan keppnisrétt í Tier 1 fyrir komandi tímabil, en deildin rúmar samtals 16 keppendur. Það eru því 6 pláss laus og verða þau úrskurðuð með tímatökum þar sem þeir keppendur sem setja 6 bestu tímana ávinna sér keppnisrétt í Tier 1.


Tímatökurnar fara fram næstkomandi þriðjudag, 23. júlí, og standa yfir í eina klukkustund, eða milli kl. 20:00 - 21:00. Reynt er að komast til móts við þá keppendur sem vilja taka þátt í tímatökunni en geta það ekki á þessum tíma, með því að finna annan tíma með þeim. Þó verður ekki hægt að setja tíma eftir 23. júlí.


Eins og staðan er núna eru tvær aðrar tímasetningar negldar niður fyrir tímatökur, en það er á morgun, fimmtudaginn 18. júlí kl. 18:00 - 19:00, og mánudaginn 22. júlí milli kl. 20:00 - 21:00.


Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að ganga í Facebook hóp deildarinnar. Tímatakan er þar undir "Events" og til að skrá sig í tímatökuna þarf einfaldlega að melda sig sem "Going" í eventið.


Athugið svo að Tier 2 deildin verður opin öllum þeim sem ekki eru að keppa í Tier 1, þannig það þarf ekki að örvænta þó maður nái ekki að vera með einn af 6 bestu tímum í tímatökum. Einnig eru af og til haldnar svokallaðar "Off-season" keppnir inn á milli, þannig það verður nóg af kappakstri fyrir alla.


Hér að neðan eru allar upplýsingar varðandi tímatökuna.

------ Upplýsingar um tímatöku:

Lengd: 60mín Bíll: Ford Mustang Gr.3 Braut: Suzuka Circuit In-Game Time of Day: 14:30 Dekk: Racing Hard Tire Wear: 1x Fuel Depletion: Off Mechanical Damage: Off Shortcut Penalty: Strong Boost: Off Slipstream: Real Grip Red. on Wet Track/Track Edge: Real Balance of Performance: On Tuning: Prohibited Leyfð driving aids: Traction Control og ABS

>> DAGSKRÁ << Kl. 19:45: Lobby opnað, opin æfing Kl. 20:00: Lobby núllað, tímatökur hefjast Kl. 21:00: Tímatökum lokið, skjáskot tekið af tímum

ATH enginn aukatími, tímatökum líkur á slaginu kl. 21:00, sama hvar menn eru staðsettir á brautinni.

Mikilvægt er að sýna öðrum ökumönnum virðingu á brautinni. Passaðu vel þegar þú kemur úr pittinum að vera ekki fyrir öðrum ökumönnum. Ef þú ert ekki í miðjum tímatöku hring, þá ber þér sú skylda að víkja og valda ekki töfum á öðrum ökumönnum sem kunna að vera í miðjum tímatökuhring.

32 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page