• Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

Hvað er Tier 1?

Tier 1 er deildin sem kom GTS Iceland af stað í upphafi árs 2018 og var sú eina á fyrsta og öðru tímabili. Þessi deild er fyrir kröfuharða og krefst meiri skuldbindingar en Tier 2. Pláss er fyrir 16 keppendur í deildinni.

Keppnirnar á þriðja keppnistímabili verða 19 talsins og eru langar og kröfuharðar, þar sem um margt er að hugsa. Hver keppni er um það bil 1 klst +/- að lengd, að viðbættum tveimur þolaksturskeppnum sem eru 2 klst hvor (Gr.1 @ La Sarthe og Gr.3 @ Nordschleife).

Fyrir þá sem vilja er hægt að keyra í tveggja manna liðum, og verður þá haldið utan um stig liða líka. Keppt er á Gr.1, Gr.2, Gr.3 og Super Formula bílum á tímabilinu. Hver keppandi/lið keyrir sama bíl innan hvers flokks út tímabilið (2x í Gr.3 flokki).

 

Í þessum keppnum er ekki bara nóg að keyra vel, heldur þarf að huga að dekkja- og bensínplani og halda einbeitingu. Val er um þrjár gerðir dekkja (soft/medium/hard) og bensíneyðsla og dekkjaslit stillt þannig að nauðsynlegt er að taka eitt eða fleiri pitstop í keppnunum. Því er ekki eingöngu mikilvægt að þekkja braut og bíl vel, heldur þarf einnig að spá í hvaða dekkja- og bensínplan þú notar. Einnig eru skemmdir stilltar þannig að það þarf að gera við í pittinum lendi keppandi í óhappi.

Veitt eru verðlaun í hverri keppni, "Tasty Awards", sem eru verðlaun fyrir hraðasta hring. Verðlaunin eru í boði Veitingastaðsins Tasty (www.tastyfood.is) og er gjafabréf hjá Tasty upp á burger máltíð fyrir tvo.

AutoCenter veitir svo vegleg verðlaun fyrir 1.-3. sætið í lok tímabils, ásamt verðlaunagripum.

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now