Hvað er Tier 1?

Tier 1 er deildin sem kom GTS Iceland af stað í upphafi árs 2018 og var sú eina á fyrsta og öðru keppnistímabili. Þessi deild er fyrir kröfuharða og krefst meiri skuldbindingar en Tier 2. Ekki komast allir að sem vilja í Tier 1, en það er pláss fyrir 14 keppendur í deildinni. 

Keppnistímabilið er langt og strangt, eða u.þ.b. 8 mánuðir og 16 keppnir, þar sem keppnirnar eru langar og krefjandi og um margt að hugsa. Hver keppni er um það bil 1 klst +/- að lengd, að undanskildum tveimur þolaksturskeppnum sem eru 2 klst hvor (Gr.1 @ La Sarthe og Gr.3 @ Nordschleife).

Fyrir þá sem vilja er hægt að keyra í tveggja manna liðum, og verður þá haldið utan um stig liða líka. Keppt er á Gr.1, Gr.2, Gr.3 og Super Formula bílum á 2019-20 keppnistímabili, ásamt tveimur "One-Make" keppnum. Hver keppandi/lið keyrir sama bíl innan hvers flokks út tímabilið (2x í Gr.3 flokki). 

 

Í Tier 1 er ekki bara nóg að keyra vel, heldur þarf að huga að dekkja- og bensínplani og halda einbeitingu. Því er ekki eingöngu mikilvægt að þekkja bæði braut og bíl vel, heldur þarf einnig að spá í hvaða keppnisplan þú notar. Að auki eru skemmdir stilltar á "heavy", sem þýðir að það þarf að gera við í pittinum lendi keppandi í óhappi.