• Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

Hvað er Tier 2?

Tier 2 er undirdeild sem fer af stað á þriðja tímabili sem hefst haustið 2019. Þessi deild er hugsuð fyrir þá sem annað hvort ná ekki keppnisrétt í Tier 1, hafa ekki tímann í það eða einfaldlega treysta sér ekki alveg í þá skuldbindingu sem Tier 1 krefst.

Keppnirnar eru styttri en í Tier 1 og er miðað við að hver keppni sé u.þ.b. 30 mínútur í keyrslu og er fjöldi hringja stilltur í samræmi við það. Einnig er tímabilið styttra, en á þeim 9 mánuðum sem Tier 1 tímabilið stendur yfir, þá eru keyrð tvö tímabil í Tier 2.

 

Aðeins er notuð ein gerð dekkja í bæði tímatökum og keppni, og er dekkjaslit og bensíneyðsla stillt þannig að ekki þarf að huga að keppnisplani/pitstoppum, en þó þannig að slit á dekkjum hefur áhrif seinni part keppninnar. Þetta gerir það að verkum að þessar keppnir krefjast talsvert minni undirbúnings en Tier 1 keppnirnar.

Veitt eru verðlaun í hverri keppni, "Tasty Awards", sem eru verðlaun fyrir hraðasta hring. Verðlaunin eru í boði Veitingastaðsins Tasty (www.tastyfood.is) og er gjafabréf hjá Tasty upp á burger máltíð fyrir tvo.

Áletraðir verðlaunagripir í boði AutoCenter (www.autocenter.is) eru svo veittir fyrir 1.-3. sætið á hvoru tímabili.

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now