Hvað er Tier 2?

Tier 2 fór af stað haustið 2019, samhliða 2019-20 keppnistímabili Tier 1 deildarinnar. Þessi deild er meðal annars hugsuð fyrir þá sem ná ekki keppnisrétt í Tier 1, hafa ekki tímann í það og/eða einfaldlega treysta sér ekki alveg í þá skuldbindingu sem Tier 1 krefst.

Frá og með komandi keppnistímabili (2020-21) sem hefst í haust verður Tier 2 lokuð deild þar sem þáttakendur fá keppnisrétt í gegnum tímatökur í aðdraganda tímabils. Einnig eru efstu keppendur síðasta tímabils með öruggt sæti í deildinni ætli þeir að halda áfram. 

Keppt er á keppnisbílum í Gr.3 flokki, að undanskildri einni keppni þar sem Gr.1 bílar verða notaðir (La Sarthe). Keppendur velja sér sinn bíl og keyra hann út tímabilið, en leyfilegt er að breyta um keppnisbíl einu sinni á hvoru tímabili. Fyrir þá sem vilja er hægt að keyra í tveggja manna liðum, og verður þá haldið utan um stig liða líka. 

Keppnirnar eru styttri en í Tier 1 og er miðað við að hver keppni sé u.þ.b. 30 mínútur í keyrslu og er fjöldi hringja stilltur í samræmi við það. Einnig eru tímabilin styttri, en á þeim 8 mánuðum sem Tier 1 tímabilið stendur yfir, þá eru keyrð tvö tímabil í Tier 2: Vetrartímabil (sept-des) og Vortímabil (jan-maí). Einnig er dekkjaslit og bensíneyðsla stillt þannig að ekki er nauðsynlegt að spá í keppnisplani/pitstoppum, en þó þannig að slit á dekkjum hafi áhrif seinni part keppninnar.

 

Þetta gerir það að verkum að keppnirnar krefjast talsvert minni undirbúnings en Tier 1 keppnirnar og er góður vettvangur fyrir ökumenn sem náðu ekki inngöngu í Tier 1, en vilja byggja upp reynslu og freista þess að komast í Tier 1. Sigurvegarar Vetrar- og Vortímabils Tier 2 fá örugga inngöngu í Tier 1 og þurfa ekki að þreyta tímatökur.

Veitt eru verðlaun í hverri keppni, "Tasty Awards", sem eru verðlaun fyrir sigurvegara keppninnar. Verðlaunin eru í boði Veitingastaðsins Tasty (www.tasty.is) og er gjafabréf hjá Tasty upp á máltíð fyrir tvo (borgari, franskar, gos).

Verðlaunagripir í boði AutoCenter (www.autocenter.is) eru svo veittir fyrir 1.-3. sætið á hvoru tímabili.

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now