Hvað er Tier 2?

Tier 2 fór af stað haustið 2019, samhliða 2019-20 keppnistímabili Tier 1 deildarinnar. Þessi deild er meðal annars hugsuð fyrir þá sem ná ekki keppnisrétt í Tier 1, hafa ekki tímann í það og/eða einfaldlega treysta sér ekki alveg í þá skuldbindingu sem Tier 1 krefst.

Rétt eins og Tier 1, þá er deildin lokuð, en þáttakendur fá keppnisrétt í gegnum tímatökur í aðdraganda tímabils. Einnig eru efstu keppendur síðasta tímabils með örugg sæti í deildinni ætli þeir að halda áfram. 

Keppt er á keppnisbílum í Gr.3 flokki, að undanskildri einni keppni þar sem Gr.1 bílar verða notaðir (La Sarthe). Keppendur velja sér sinn bíl og keyra hann út tímabilið, en leyfilegt er að breyta um keppnisbíl einu sinni á hvoru tímabili. Fyrir þá sem vilja er hægt að keyra í tveggja manna liðum, og verður þá haldið utan um stig liða líka.

Keppnirnar eru styttri en í Tier 1 og er miðað við að hver keppni sé u.þ.b. 40-45 mínútur í keyrslu og er fjöldi hringja stilltur í samræmi við það. Einnig eru tímabilin styttri, en á þeim 8 mánuðum sem Tier 1 tímabilið stendur yfir, þá eru keyrð tvö tímabil í Tier 2: Vetrartímabil (sept-des) og Vortímabil (jan-apríl). Sigurvegarar beggja tímabila tryggja sér keppnisrétt tímabilið eftir í Tier 1.

Þó tímabilin og keppnirnar séu styttri, þá eru allar helstu stillingar á pari við Tier 1 deildina, s.s. reglur um dekkjanotkun og uppsetningu bíla. Helst ber á milli að skemmdir á bílum í Tier 2 eru "Light".

Tier 2 er því fullkominn staður fyrir þá sem vilja góða áskorun, en eru ekki tilbúnir að skuldbinda sig í þá 8 mánuði sem Tier 1 keppnistímabilið varir.