Hvað er 1. Deild?

1. Deild, áður kölluð "Tier 2", fór af stað haustið 2019, samhliða 2019-20 keppnistímabili Úrvalsdeildarinnar. Deildin er keyrð eftir sama fyrirkomu lagi og Úrvalsdeildin (sjá HÉR), nema með "Light" skemmdir, sem þýðir að ekki er nauðsynlegt að taka þjóustuhlé til að gera við skemmdir. Einnig er ekki krýndur Stórmeistari í 1. Deild þar sem Vetrar og Vortímabil eru ekki lögð saman í lok keppnisárs.

Rétt eins og Úrvalsdeildin þá er deildin lokuð, en þáttakendur fá keppnisrétt í gegnum tímatökur í aðdraganda tímabils. Einnig eru efstu keppendur síðasta tímabils með örugg sæti í deildinni ætli þeir að halda áfram. Í heildina keyra 14 ökumenn í deildinni.

Deildin er því kjörinn áfangastaður fyrir þá ökumenn sem vilja alvöru áskorun, en náðu ekki keppnisrétti í Úrvalsdeildinni.