TIER 2

REGLUR OG FYRIRKOMULAG 2020-21

- KEPPNIR OG KEPPNISBÍLAR -

Tier 2 er keyrt samhliða Tier 1, á sömu keppnisdögum, á sömu brautum við sömu brautarskilyrði. Tímabilið er þó ekki eins langt og í Tier 1, en keppnirnar 17 skiptast í tvö tímabil í Tier 2. Keppnir 1-8 mynda vetrartímabilið og keppnir 9-17 vortímabilið. Athugið að lokakeppnir hvors tímabils fara fram á þriðjudagskvöldi í stað miðvikudags og verða tvöfalt lengri. Sjá keppnisdagatal.

Keppt er á Gr.3 keppnisbílum og er bílaval læst. Hver keppandi velur sér bíl fyrir hvort tímabil, en það er þó leyfilegt að breyta bílavali einu sinni á hvoru tímabili. Að auki er ein keppni keyrð á Gr.1 bílum, lokakeppni Vetrartímabils, sem verður 1klst þolakstur á Circuit de la Sarthe. Tuning er læst og BoP (Balance of Performance) er On. Athugið að ef keyrt er í tveggja manna liði þurfa báðir liðsfélagar að velja bíl saman og keyra alltaf sama bíl.

Þurfi af einhverjum ástæðum að víkja frá tíma, dagsetningu eða öðrum atriðum keppni eftir að keppnisdagatal hefur verið ákveðið verður tilkynnt um það með eins miklum fyrirvara og mögulegt er.

 

Notkun á livery er frjáls, en eftirfarandi merkingar verða að vera sjáanlegar einhverstaðar á bílunum:

 

- Merking GTS Iceland

- Merking Tasty, sem er styrktaraðili deildarinnar.

- Merking AutoCenter, sem er styrktaraðili deildarinnar.

- Merking Hafið Fiskverslun, sem er styrktaraðili deildarinnar.

- Merking Antons Mamma Mia, sem er styrktaraðili deildarinnar.

Decals má finna í gallery hjá "Guffaluff" í leiknum. Þessar merkingar þurfa ekki að vera stórar, en þurfa að vera sjáanlegar einhverstaðar á bílunum.

 

- KEPPENDUR / TILFÆRSLUR MILLI DEILDA -

Tier 2 er lokuð deild og er pláss fyrir 14 keppendur. Keppendahópurinn er ákvarðaður með tímatökum í aðdraganda tímabilsins, en þó eru efstu menn Vetrar- og Vortímabils 2019-20 með öruggan keppnisrétt.

Keppendur geta parað sig saman í tveggja manna keppnislið. Öll lið skulu vera tilkynnt í síðasta lagi kvöldið fyrir fyrstu keppni. Heildarstig liða verða tekin saman samhliða stigakeppni ökumanna. Það er engin skylda að keyra í liðum, þannig þeir sem kjósa heldur að keyra solo tapa engu á því.

 

Ef keppandi hættir þáttöku í deildinni verður leitað í Tier 2 tímatökulistann og næsti keppandi kemst inn. Ef helmingur eða meira er liðinn af Vetrartímabilinu þá verður leitað í Tier 3 deildina þar sem efsta keppanda verður boðið að færast upp. Hafi hann ekki áhuga verður leitað niður listann. 

Í lok Vetrartímabils munu neðstu þrír keppendurnir í stigakeppninni færast niður í Tier 3 og efstu þrír í Tier 3 koma upp í þeirra stað. Ef einhver úr Top 3 í Tier 3 hafa ekki áhuga á að færa sig upp, þá verður leitað niður listann þangað til einhver er til. Ef ekki fást nægilega margir úr Tier 3 til að færa sig upp, þá færast færri keppendur á milli deilda.

Efstu 3 keppendur á Vetrar- og Vortímabili eru öruggir með sæti í Tier 2 tímabilið eftir, ef þeir hafa áhuga, og þurfa því ekki að fara í gegnum tímatökur til að ávinna sér keppnisrétt þar.

Athugið að engar færslur úr Tier 2 niður í Tier 3 munu eiga sér stað að loknu Vortímabili þar sem tímatökur munu eiga sér stað í aðdraganda næsta tímabils.

- VERÐLAUN-

Sigurvegari Keppni [Tasty]

- Hamborgaramáltíð fyrir tvo

1. Sæti á tímabilinu [AutoCenter]

- Bikar

2. Sæti á tímabilinu [AutoCenter]

- Bikar

3. Sæti á tímabilinu [AutoCenter]

- Bikar

 

- TÍMATÖKUR -

Allar keppnir eru keyrðar í Lobby Mode: Practice/Qualifier/Race og verður Grid Order sett sem Fastest First. Lobbyið er opnað ekki seinna en 10 mínútum fyrir keppni og byrjar í Practice hlutanum. Þann tíma geta menn notað til að hita upp og setja hringi, en þeir tímar munu ekki gilda til tímatöku. Tímatakan fer fram í Qualifier hlutanum, en að honum loknum skiptist beint yfir í keppnina og er ekkert hlé á milli.

Eftir að tímatöku hefur verið hleypt af stað, þá er stranglega bannað að "Cancel Entry". Ef keppandi gerir það, þá er viðkomandi búinn að taka sig út úr tímatökum og mun ekki geta komist aftur inn.

Ef þú ert ekki í miðjum tímatökuhring, t.d. í outlap, inlap, eða ónýtum hring vegna mistaka, þá átt þú að passa mjög vel að vera ekki fyrir öðrum keppendum sem eru mögulega að setja tímatökuhring. Heilbrigð skynsemi ræður hér og allir gera sitt besta til að vera ekki fyrir hvor öðrum á meðan tímatökurnar standa yfir.

 

- KEPPNIN -

Um leið og tímatakan klárast skiptir leikurinn sjálfvirkt beint yfir í keppnina sjálfa og raðast keppendur á ráslínu samkvæmt þeim tímum sem settir voru í tímatökum.

 

Miðað er við að hver keppni taki um það bil 30 mínútur +/- og verður fjöldi hringja stilltur í hverri keppni í samræmi við það.

 

Leyfileg dekk í keppnum (og tímatökum) eru Racing: Medium og notast er við 3x Tyre Wear og 2x Fuel Depletion. Það dugar til þess að dekkjaslit hefur áhrif þegar líður á keppnina og bíllinn léttist aðeins sökum bensínnotkunar, en ekki það mikið að menn þurfi endilega að taka pitstop og pæla í strategy. Athugið að í keppninni á La Sarthe og Nordschleife er keppnislengd tvöföld og mun krefjast þjónustuhlés.

Í keppninni er regla númer 1, 2 og 3 að keyra clean og sýna öðrum keppendum virðingu. Ekki reyna framúrakstur ef það er ekki pláss og fylgstu vel með því sem er að gerast í kringum þig. Við hringanir ber þeim sem verið er að hringa að virða bláu flöggin og hleypa framúr eins greiðlega og mögulegt er með því að gefa eftir aksturslínuna. Í keppninni er annars miðað við að almennar raunheima reglur í kappakstri gildi, en HÉR má finna góða lesningu fyrir þá sem vilja kynna sér þær betur og/eða rifja upp. ATH að ekki er leyfilegt að skilja bílinn eftir sem ghost í autodrive þar sem það getur verið truflandi fyrir aðra ökumenn.

Mælst er til þess að keppendur hafi Radar á þegar aðrir keppendur eru nálægt til þess að geta betur fylgst með og fyrirbyggt árekstra. Hafið í huga að erfitt getur verið að áætla nákvæmlega hvenær mótspilarar bremsa og ekki er ráðlagt að vera of nálægt næsta manni rétt fyrir beygju til að forðast að keyra aftan á næsta bíl ef viðkomandi bremsar fyrr en áætlað.

Refsingar vegna brautarmarka (track limits) eru á ströngustu stillingum og Mechanical Damage er á Light. Sú stilling gerir það að verkum að ef þú lendir í skemmdum þá þarftu ekki að fara í pittinn að gera við, heldur hanga skemmdirnar bara inni í smástund en lagast svo sjálfvirkt. 

Ólíkt raunveruleikanum, þá refsar leikurinn ekki fyrir að þvera "pit-exit" línur þar sem menn rúlla út úr pittinum. Til þess að gæta öryggis og fyrirbyggja árekstra út úr pittinum, þá er miðað við að keppendur fylgi þessum línum séu aðrir keppendur nálægt. Sé enginn keppandi nálægur þegar komið er úr pitt, þá er ekkert aðhafst þó línurnar séu þveraðar. Það er því mjög mikilvægt að líta á brautarkortið þegar farið er úr pitt til að athuga hvort aðrir keppendur séu á svæðinu. Fari keppandi yfir línurnar og í veg fyrir annan keppanda gæti farið svo að atvikið verði kært og viðkomandi gæti átt von á tímarefsingu að lokinni keppni.

 

- ÓHÖPP / ÁLITAMÁL - KÆRUR -

Í kappakstri geta alltaf orðið óhöpp og sem betur fer eru þau sjaldnast af vilja gerð, en það er erfitt að fyrirbyggja 100% alla pústra. Gran Turismo Sport er með innbyggt refsikerfi sem refsar fyrir óíþróttamannslega hegðun, en þar sem það kerfi á það til að dæma ranga keppendur til refsingar þá notum við það ekki. Þess í stað er ætlast til þess að ef keppandi er valdur að óhappi og vinnur sæti á því, þá sé sætið gefið til baka. Áhersla er lögð á sanngjarnan kappakstur.

Replay af hverri keppni er alltaf geymt til þess að hægt sé að skoða einstök atvik nánar ef þörf krefur. 

Kærufrestur er 1 klukkustund frá keppnislokum. Kærur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina og engar undantekningar gerðar, sama hversu stutt er síðan fresturinn rann út. Keppandi sem kærir setur sig í samband við keppnishaldara og greinir frá því um hvaða atvik er að ræða og hvenær það gerðist í keppninni. Keppnishaldari tekur saman myndbrot af atvikinu frá sjónarhornum beggja aðila, bæði utan frá og innanborðs, og tengir svo báða keppendur við dómara þar sem þeir geta útskýrt sína hlið af því sem gerðist. Eftir að hafa heyrt frá báðum keppendum og skoðað myndefnið tekur dómari ákvörðun um það hvort hann telji tilefni til þess að úthluta refsingu, eða hvort atvikið verði metið sem keppnisóhapp (racing incident).

 

Keppnishaldari tilkynnir í umræðuhóp deildarinnar að kæra/kærur hafi borist og hvaða keppendur eiga í hlut, og að málið sé í höndum dómara. Ef dómara þykir ástæða til þess að beita refsingu fyrir atvikið verður það ávallt í formi tímarefsingu, s.s. tíma sem bætt er ofan á heildartíma keppanda. Öll kærumál eru skráð og myndefni geymt.

Athuguið að það að kæra atvik er álitinn sem úrslitakostur og eru keppendur hvattir til þess að gera það ekki nema að vel ígrunduðu máli og ef þeir telja að illa hafi verið brotið gegn sér í keppni.

Athugið að tímarefsingar/penalty sem leikurinn útdeilir í keppni, t.d. fyrir að fara yfir brautarmörk, eru endanleg og ekki hægt að kæra þau, sama á hvaða tímapunkti það gerist í keppni. Engar undantekningar verða gerðar á því.

Besta leiðin til þess að forðast óhöpp er að fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í kringum sig og vera ekki of aggressífur. Hafa þarf í huga að keppnirnar eru u.þ.b. hálftíma langar og því engin ástæða til að taka óþarfa áhættur og reyna að taka fram úr mörgum í einu í fyrstu beygju(m). Keppnin vinnst ekki á fyrsta hring.

 

Sýnum þolinmæði og keyrum skynsamlega og clean því það er leiðinlegt að mögulega eyðileggja keppni fyrir sjálfum sér og öðrum með því að keyra einhvern út af brautinni, t.d. vegna þess að maður var of nálægt næsta manni fyrir krappa beygju og endaði aftan á honum.

 

- FJARVISTIR / BROTTFALL -

Ef keppandi er ekki mættur og ekkert hefur heyrst frá viðkomandi þegar tímatökur eru að hefjast, þá er hann skráður sem DNS = Did Not Start og fær 0 stig fyrir keppnina.

Seinki keppanda lítillega er mögulegt að seinka tímatökum um einhverjar mínútur svo að hann nái inn, því ekki er hægt að koma inn í tímatökuna eftir að hún hefst, og þ.a.l. ekki keppnina heldur því hún hefst strax í kjölfarið.

Ef svo ólíklega vill til að keppandi byrjar tímatöku en dettur einhverra hluta vegna út, t.d. vegna internet vandamála, þá þarf hann að sitja hjá restina af tímatökunni. Skjáskot er tekið af niðurstöðum tímatökunnar og nýtt keppnis session sett af stað þar sem rásröðin er handstillt samkvæmt niðurstöðum tímatökunnar. Sá sem datt út ræsir aftastur, sé hann yfir höfuð tilbúinn í keppni.

Ef keppandi hefur keppni en fellur út af einhverjum ástæðum, hvort sem sá hinn sami hafi hætt af sjálfsdáðum eða misst tengingu vegna netvandamála, þá verða þeir merktir sem “DNF” (Did Not Finish) og fá 0 stig fyrir keppnina, óháð því hversu hátt hlutfall af keppnislengd var keyrt og hver ástæða brottfallsins var.

- REFSISTIGAKERFI V/DNF & DNS -

Þar sem Tier 2 er lokuð deild þar sem færri komast að en vilja, þá er gert ráð fyrir því að keppendur nýti sinn keppnisrétt eins vel og mögulegt er. Sem tilraun til þess að fyrirbyggja slappa mætingu og ítrekuð brottföll úr keppnum verður sett á laggirnar refsistigakerfi frá og með Vetrartímabili 2020-21 keppnistímabilsins.

 

Á tímabilunum gilda ekki allar keppnir til stiga hjá hverjum og einum. Á Vetrartímabili gilda 7 bestu úrslit úr 8 keppnum, og á Vortímabili 7 bestu úrslit úr 9 keppnum. Það eru því í raun "frípassar" á hvoru tímabili. Það er sanngjörn leið til að koma til móts við það að stundum getur “life get in the way” og maður misst af keppnum. En ef við bætast fleiri DNS/DNF fer refsikerfið að tikka.

Fyrir fyrsta DNF/DNS umfram frípassa tímabilsins eru engin viðurlög, hægt er að líta á það sem gult spjald. Næsta DNF/DNS verður til þess að 5 stig eru dregin af keppanda í stigakeppni ökumanna. Þriðja DNF/DNS umfram frípassana verður til þess að viðkomandi keppandi verður færður niður í Tier 3. Leitað verður í Tier 3 að ökumanni til að koma inn í staðinn og farið eftir stöðu í stigakeppni.

- STIGASKOR -

Á vetrartímabili eru 8 keppnir og gilda 7 bestu úrslit gilda til stiga, en á vortímabili eru 9 keppnir og þar gilda einnig 7 bestu úrslit til stiga. Athugið að stig sem keppendur fá fyrir hraðasta hring í keppni (1 stig) falla ekki út þó þau hafi fengist í keppni sem fellur undir frípassa, heldur eru þau alveg aðskilin.

Endi tveir eða fleiri keppendur jafnir að stigum í lok tímabils þá hefur sá betur sem hefur hlotið fleiri sigra á tímabilinu. Ef fjöldi sigra er jafn, þá er horft á fjölda keppna í 2. Sæti. Sé sá fjöldi líka jafn, þá er horft á fjölda keppna í 3. Sæti, og svo framvegis þar til einhver keppandi hefur betur og er þá úrskurðaður endanlegur sigurvegari. Þessi aðferð er notuð til að skera úr um jafntefli, óháð því hvort um sé að ræða efstu eða neðstu keppendur.

Athugið að ef skera þarf úr um jafntefli, þá telja allar keppnirnar í þeim talningum, þar með taldar þær keppnir sem féllu undir verstu tvö úrslist keppanda.

Stigagjöf í keppnum:

 

01. Sæti = 25 Stig

02. Sæti = 20 Stig

03. Sæti = 18 Stig

04. Sæti = 16 Stig

05. Sæti = 14 Stig

06. Sæti = 12 Stig

07. Sæti = 10 Stig

08. Sæti =   8 Stig

09. Sæti =   6 Stig

10. Sæti =   5 Stig

11. Sæti =   4 Stig

12. Sæti =   3 Stig

13. Sæti =   2 Stig

14. Sæti =   1 Stig

Hraðasti hringur í keppni = 1 stig

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now