Hvað er Tier 3?

Tier 3 er opin deild sem fór af stað samhliða 2020-21 keppnistímabili GTS Iceland, en fjöldi áhugasamra keppenda var orðinn talsvert meiri en Tier 1/Tier 2 gátu tekið við. Allir sem ekki eru að keyra í Tier 1 eða Tier 2 geta tekið þátt.

Keppt er á keppnisbílum í Gr.3 flokki í öllum keppnum, að undanskilinni Circuit de La Sarthe þar sem keyrt er á Gr.1. Ólíkt efri deildunum þá er frjálst bílaval í hverri keppni. Þetta gefur keppendum tækifæri á að prófa sig áfram og kynnast fleiri bílum og þannig undirbúa sig fyrir að gera atlögu að Tier 1/Tier 2 þar sem bílaval er læst.

Deildin er hugsuð fyrir þá sem ná ekki þáttökurétt í Tier 1 eða Tier 2 í gegnum tímatökur, eða þá sem einfaldlega eru meira "casual" í sinni spilun og vilja geta dottið inn í keppni hér og þar þegar þeim hentar án skuldbindinga. Eins er þetta góður staður til að byrja fyrir þá sem eru nýir í þessu hobby.

 

Fullkominn staður til að byrja í GTS Iceland og ná sér í reynslu, sem og fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að skuldbinda sig í efri deildunum, eða koma inn í hópinn á miðju tímabili.