Hvað er Tier 3?

Tier 3 er ný deild sem fer af stað samhliða 4. keppnistímabili GTS Iceland sem hefst í september 2020. Þar sem keppendafjöldi var orðinn meiri en tvær deildir réðu við var ákveðið að setja af stað þriðju deildina, Tier 3.​

Keppt er á keppnisbílum í Gr.3 flokki og er frjálst bílaval í hverri keppni. Þetta gefur keppendum tækifæri á að prófa sig áfram og kynnast fleiri bílum og undirbúa sig fyrir að gera atlögu að Tier 2 þar sem bílaval er læst.

Deildin er fyrir þá sem ná ekki þáttökurétt í Tier 1 eða Tier 2 í gegnum tímatökur, eða þá sem einfaldlega eru meira "casual" í sinni spilun og vilja geta dottið inn í keppni hér og þar þegar þeim hentar. Eins er þetta góður staður til að byrja fyrir þá sem eru nýir í þessu hobby.

 

Keppt er í sömu viku og Tier 1 og Tier 2, en á þriðjudagskvöldum. Fyrirkomulag er að öðru leiti mjög svipað Tier 2 þar sem keyrt er á bílum í Gr.3 keppnisflokki, en með frjálsu bílavali í hverri keppni.

 

Fullkominn staður til að byrja í GTS Iceland og ná sér í reynslu, sem og fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að skuldbinda sig í efri deildunum, eða koma inn í hópinn á miðju tímabili.

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

©2019 GTS Iceland

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now