Cover.jpg

Nýjustu færslur:

Hvað er GTS Iceland?

GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018. Það eina sem þú þarft til að taka þátt er PlayStation 4 leikjatölva og eintak af Gran Turismo Sport.

Keppt er í þremur deildum sem kallast Tier1, Tier 2 og Tier 3 þar sem allir ættu að geta fundið sér kappakstur við sitt hæfi. Allar upplýsingar um deildirnar má finna hér að ofan.

 

Þessi vefsíða er fyrst og fremst upplýsingasíða fyrir mótaröðina, en öll starfsemi, umræða og fleira fer fram í Facebook umræðuhópnum okkar. Allir eru velkomnir og við hvetjum áhugasama til að ganga í hópinn til að fylgjast með og/eða keyra með okkur. Einnig er deildin með Facebook Page þar sem fréttum er deilt, þannig um að gera að smella "like" þar til að fylgjast með og missa ekki af því sem er að gerast.