top of page
ÞOLAKSTURINN
UPPLÝSINGAR
Þolakstur innan GTS Iceland samfélagsins hefur verið við liði allt frá stofnun þess í upphafi árs 2018.
Vegna vinsælda var stofnuð sér "Þolakstursdeild" (áður Lávarðadeildin) þar sem ökumenn safnast saman og keyra í "lottó" formatti þar sem braut og bíll hvers ökuþórs er úthlutað af handahófi klukkutíma fyrir keppni.
Yfirleitt eru þessar keppnir mun afslappaðri en þær sem eru í sjálfri mótaröðinni og oft keyra menn saman í "party chat", gantast og grínast og fá sér jafnvel stöku sopa með. Mæli með að skoða þessa einstöku snilld og kynnast samfélaginu betur í leiðinni!
Þessi vefsíða er fyrst og fremst upplýsingasíða fyrir mótaröðina, en öll starfsemi, umræða og fleira fer fram í Facebook umræðuhópnum okkar.

bottom of page
