Eins og komið hefur fram þá er GTS Iceland í sumarfríi, en það á þó aðeins við um skipulagðar deildarkeppnir og þýðir ekki að ekkert verði keyrt í sumar, því GTS Iceland og Porsche hjá Bílabúð Benna hafa slegið höndum saman. Á dagskránni er kappakstur á Porsche Taycan Turbo S sem mun fara fram sunnudagskvöldið 5. júlí næstkomandi. Þegar þetta er skrifað eru ennþá 2 sæti laus í keppnina, en til að staðfesta þáttöku þarf að "Reserve a space" í viðburðinum. Það eina sem þú þarft til að vera með er PlayStation 4 leikjatölva og Gran Turismo Sport.
Áhugafólk um bíla hefur eflaust ekki látið það framhjá sér fara að Porsche Taycan var nýlega frumsýndur á Íslandi, en Taycan er frumraun Porsche í bílum sem eru alfarið rafmagnsknúnir og þar með ansi merkilegur bíll. Í hámarks afköstum er hann u.þ.b. 750 hestöfl og skilar 1.051 Nm af togi, sem skilar honum frá 0-100kmh á aðeins 2.8 sekúndum og upp í hámarkshraða 260kmh. Engin slor tölfræði hér á ferð.
Í keppninni munu þáttakendur keyra á einni þekktustu keppnisbraut heims, hinni belgísku Spa Fracorchamps. Dagskráin hefst kl. 20:00 með 10 mínútna tímatökum til þess að raða keppendum upp á ráslínu, og svo hefst 45 mínútna kappakstur.
Bílabúð Benna gefur sigurvegara verðlaun í formi Porsche vínflösku og bikars, en einnig verða veitt verðlaun fyrir 2. sætið. Það mun skýrast þegar nær dregur hver þau verða.
Keppninni verður streymt og lýst í beinni útsendingu á YouTube rás GTS Iceland og hvetjum við því áhugasama til að subscribe-a rásina og smella á bjölluna svo þið fáið tilkynningar um það þegar við dettum í beina útsendingu og/eða setjum inn efni. Einnig erum við með mjög virkan umræðuhóp á Facebook sem við mælum með að ganga í ef þið viljið fylgjast nánar með og/eða keyra eitthvað með GTS Iceland í framtíðinni.
Kommentare