top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Keppnisdagur 25. September - Suzuka

Það er keppnisdagur framundan í GTS Iceland, en miðvikudagskvöldið 25. september fer fram önnur umferð í íslensku mótaröðinni í Gran Turismo Sport. Keppnisdagur samanstendur af tveimur keppnum. Ballið byrjar með Tier 2 deildinni kl. 20:00 og svo Tier 1 kl. 21:45. Báðar keppnir fara fram á Suzuka Circuit.


Suzuka er staðsett í Japan og á sér hátt í 60 ára sögu. Upphaflega var hún hönnuð sem test-track fyrir Honda og var opnuð árið 1962. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur hún gengist undir breytingar til að auka öryggi keppenda, en hefur þó að mestu leiti haldist óbreytt. Megin breytingin var þegar krappri S-beygju var bætt við í lok hringsins, til að hægja á keppendum fyrir innakstur á þjónustusvæði og ráslínu brautarinnar.


Ýmis konar kappakstrar fara fram á Suzuka í dag, en helst ber að nefna að brautin hefur lengi verið á keppnisdagatali Formúlu 1. Einnig er keppt á t.d. SuperGT bílum, Super Formula og í WEC mótaröðinni svo dæmi séu tekin.


Keppendur í Tier 1 munu einmitt keyra bíla í Gr.2 flokk leiksins, sem eru SuperGT bílar. SuperGT er ofar í fæðukeðjunni heldur en GT3/GTE bílar, en þeir eru í kringum 600 hestöfl og ekki nema um tonn að þyngd. Að auki eru þeir búnir mjög fullkomnum "aero" búnaði svo bílarnir framkalla mjög mikið "downforce", sem þrýstir bílunum niður og heldur þeim vel límdum við brautina. Keppnislengd eru 32 hringir og má búast við því að keppnin taki um 1 klst.


Keppendur í Tier 2 munu keyra 14 hringi á Ferrari 458 Italia Gr.4. Gr.4 flokkurinn í leiknum svipar til GT4 flokksins í raunheimum, sem er skrefið fyrir neðan GT3. Þessi tiltekni Ferrari er ekki til í þessu formi í raunveruleikanum, heldur er þetta útgáfa sem kemur úr hugarheim Polyphony Digital, framleiðanda leiksins, en leikurinn inniheldur þó nokkuð marga kappakstursútgáfur af bílum sem ekki finnast í alvöru. Reikna má með að keppnin taki um það bil 30 mínútur.


Það verður því nóg um dýrðir þegar önnur umferð fer fram í næstu viku. Sem fyrr hvetjum við alla áhugasama til að smella like á Facebook Page deildarinnar til að fylgjast með fréttum. Einnig er hægt að fylgjast með enn nánar, sem og að keyra með hópnum í gegnum Facebook umræðuhóp deildarinnar.

58 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page