top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Úrslit Vikunnar (10. Umferð)

Í vikunni fór fram 10. umferð 2021-22 keppnisárs GTS Iceland. Braut vikunnar var hin margfræga Mount Panorama Motor Racing Circuit, en við fjölluðum stuttlega um brautina í nýlegri færslu á síðunni. Allar deildir keyrðu keppnisbíla í GT3 flokki.


TIER 3 - Vortímabil - 2. Umferð af 8

Horfðu á keppnina HÉR (Ath, engin lýsing)

Í opnu deildinni var hörku mæting, en 13 keppendur voru á ráslínu. Það var reynsluboltinn, og útsendingarstjóri Tier 1, Daníel Rúnar, sem kom sá og sigraði. Agnar Freyr tók 2. sætið og Hafsteinn Veigar það þriðja.


Hér eru heildarúrslit og staðan eftir 2. umferð Vortímabils:

Agnar situr á toppnum eftir fyrstu tvær keppnir tímabilsins, en það er næg samkeppni. Hafsteinn er ekki nema 4 stigum á eftir honum, og Jökull ekki langt undan heldur, þannig það verður mjög spennandi að fylgjast með slagnum í Tier 3.


TIER 2 - Vortímabil - 2. Umferð af 8

Horfðu á keppnina HÉR

Allir fjórtán keppendur Tier 2 deildarinnar létu sjá sig í Ástralíu og var hörku keppni í vændum. Róbert Þór, liðsmaður THOR Racing Team, sem ætlaði ekki að fara með neitt annað en gullið frá þessari keppni. Hann tók ráspól, sigur og hraðasta hring. Ekki er hægt að biðja um betri keppnisdag. Gunnar Ágústsson, liðsmaður NOCCO Racing Team, landaði 2. sæti, og Ívar Eyþórsson í liði GT Akademían Racing tók 3. sætið.


Hér eru heildarúrslit og staðan eftir 2. umferð Vortímabils:

Eins og sjá má á stigatöflunni urðu heilmiklar róteringar, en nú er það Róbert sem situr á toppnum, aðeins 2 stigum á undan Ívari. Gunnar stekkur upp um 2 sæti með góðum árangri og situr nú í 3. sæti. Í liðakeppninni varð sú breyring að THOR Racing Team hefur nú tekið 1. sætið, en þeir félagar ásamt liði GT Akademíunnar voru jöfn að stigum eftir 1. umferð.


TIER 1 - 2021-22 Tímabil - Keppni 10/16

Horfðu á keppnina HÉR

Síðasta keppni vikunnar var að venju í efstu deild, Tier 1. Þrettán af fjórtán keppendum mættu til leiks og gekk á ýmsu. Sjaldan hafa jafn margir keppendur þurft að heimsækja þjónustusvæðið vegna tjóns á bíl, og eins og sést hér að neðan þá endaði enginn ökumaður á sama stað og hann ræsti.


Það var lið Supernova, þau Eva og Hannes, sem hélt uppteknum hætti og nældi sér í 1-2 úrslit. Það var Eva sem tók ráspól, en Hannes var í hörku stuði og sigraði nokkuð örugglega, ásamt því að ná hraðasta hringnum. Ríkjandi Íslandsmeistari, Kári Steinn (NOCCO Racing Team), endaði í 3. sæti.

Í lok keppnistímabilsins í vor gilda 14 bestu af 16 keppnum til stiga, þannig tvö verstu úrslit hvers keppanda falla niður í stigaútreikningum. Stigataflan er nú sýnd með tveimur verstu keppnum hvers og eins á þessum tímapunkti frádregnum, til að sýna sem réttustu mynd af stöðunni.


Eins og sjá má þá er Supernova teymið í góðri stöðu með Hannes í 1. sæti og Evu í 2. sæti, en ekki munar miklu á milli þeirra tveggja. Einnig er liðið með afgerandi forystu í liðakeppninni. Kári hefur verið að sækja á í síðustu keppnum og er nú búinn að mynda þægilegt bil niður í Jón Ægi (BYKO Racing), og farinn að nálgast Davíð Rúnar (TGR Iceland) í 3. sæti. Einnig er baráttan í liðakeppninni um 2.-4. sætið orðin mjög spennandi, en ekki munar nema 10 stigum þar á milli. Svo má ekki gleyma þeim Ásgeiri og Ævari í TASTY Racing, en það er vel vitað að þeir hafa hraðann til að blanda sér í slaginn, og ekki ólíklegt að þeir munu detta í þennan slag á næstunni.

Næstu keppnisdagar eru 9.-10. febrúar og verður keyrt á hinni bandarísku Willow Springs. Tier 3 og Tier 2 keyra GT3 bíla að vanda, en Tier 1 mun notast við SuperGT bíla, og verður hraðinn því ögn meiri á þeim bænum.


Við erum hér:

151 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page