top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

3. Umferð, 9. október: Úrslit, umfjöllun og myndir

Tíminn flýgur og keppnistímabilið heldur áfram. Í gærkvöldi, 9. október, fór fram þriðja umferð GTS Iceland, í samstarfi við AutoCenter og Tasty, og var keyrt á hinni sögufrægu braut Monza. Linkar á myndaalbúm eru neðst í færslunni.


Dagskráin hófst á Tier 2 eins og vant er. Keyrðir voru 15 hringir á Monza í Lexus RC F Gr.4 bílum. Það var Þorsteinn sem endurtók leikinn og nældi sér í ráspól, sigur og hraðasta hring í keppni. Hann er því með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár keppnirnar og kominn með þægilega forystu í stigakeppninni. En það er nóg af stigum eftir í pottinum.


Eins og áður hefur komið fram þá eru keyrð tvö tímabil í Tier 2 á sama tíma og Tier 1 keyrir eitt tímabil. Nú stendur yfir vetrartímabilið sem eru samtals 9 keppnir, og þar af gilda 7 bestu úrslit hvers og eins gilda til stiga. Efsti maður á tímabilinu tryggir sér öruggt pláss í Tier 1 á næsta tímabili.


Hér eru úrslit gærkvöldsins í Tier 2, ásamt stöðu í stigakeppni:Kl. 21:45 hófst svo fjörið í Tier 1. Þar var keppt á Gr.3 bílum (GT3/GTE) og keyrðir 32 hringir. Það náðist loks full keppni, en Arnar Már (Addi_Smart) sem gat ekki verið með í fyrstu tveimur keppnunum er mættur til leiks.


Tímatökurnar voru spennandi, en sem dæmi var ekki nema 1 sekúnda sem aðskildi 1. - 10. sætið í tímatökum. Guffi (Guffaluff) náði í ráspól og leiddi keppnina framan af, en þurfti að lokum að lúta í lægra haldi fyrir Hannesi (Hanzo_GTs) og Kára (KariS10_97). Hannes sigraði, en Kári var ekki nema um 0.1 sekúndu á eftir honum þegar þeir fóru yfir rásmarkið. Þess má geta að þeir skiptust á 1. sætinu tvisvar í síðasta hringnum, en á endanum hafði Hannes betur. Hannes er því þriðji sigurvegarinn í þremur keppnum sem sýnir hversu sterkur og jafn hópurinn er.


Tasty verðlaun kvöldsins fyrir hraðasta hring í keppni hljóta Þorsteinn í Tier 2, og Guffi í Tier 1. Þeir eiga inni gjafabréf upp á máltíð fyrir tvo hjá Tast í Skútuvogi.


Hér má sjá úrslit gærkvöldsins ásamt stöðu í stigakeppni ökumanna og liða að lokinni 3. umferð:
Fjórða umferð mun fara fram miðvikudagskvöldið 23. október. Fylgist með hér á gtsiceland.com , sem og á Facebook Page deildarinnar þar sem nánari upplýsingar munu birtast þegar nær dregur.


76 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page