top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

4. Umferð GTS Iceland, 23. Október

Komið er að fjórðu umferð GTS Iceland mótaraðarinnar, en keppendur munu tæta gúmmí á miðvikudagskvöld, þann 23. október. Keppnisbrautin að þessu sinni er Kyoto Driving Park - Yamagiwa, sem er braut sem eingöngu finnst í Gran Turismo Sport. Kyoto, sem eitt sinn var höfuðborg Japans, er vissulega raunveruleg staðsetning, en brautin sjálf er hugarsmíð Polyphony Digital, framleiðanda Gran Turismo leikjanna.


Tier 2 keppnin hefst klukkustund fyrr en vanalega þar sem tímatökur hefjast kl. 19:00 í stað kl. 20:00 eins og verið hefur í fyrstu þremur keppnunum. Keppendur munu keyra um á Toyota 86 Gr.4 og keyra 17 hringi. Eins og komið hefur fram áður þá er Gr.4 flokkurinn í GT Sport samsvarandi GT4 flokknum í raunveruleikanum.


Keppninni verður streymt og lýst í beinni útsendingu á nýrri YouTube rás GTS Iceland. Endilega skellið í "subscribe" og smellið á bjölluna til að fá tilkynningar þegar við dettum í útsendingu og setjum inn meira efni í framtíðinni. Mæli hiklaust með að fylgjast með þar sem Tier 2 keppnirnar hafa verið mjög skemmtilegar hingað til.


Kl. 21:45 tekur svo Tier 1 við með 15 mínútna (+2mín) tímatökum og keppni hefst kl. 22:02 þar sem keyrðir verða 50 hringir á mjög krefjandi Super Formula bílum. Super Formula (SF) er japönsk spec mótaröð, sem þýðir að allir keppnisbílarnir eru í raun eins hvað varðar afköst, þannig það reynir fyrst og fremst á hæfni ökumanns. SF bílarnir eru þeir "single seaters" sem komast næst afköstum Formúlu 1 bíla, þó vissulega vanti aðeins upp á.


2019 SF bílarnir búa yfir svokölluðu "Overtake" kerfi. Með hnapp á stýrinu geturðu gefið vélinni boost sem eykur hröðun og getur gefið manni herslumuninn til að ná framúrakstri. Notkunin er þó takmörkuð og hafa keppendur samtals 100 sekúndur af boost-i í keppninni sem er rúmlega 1 klst að lengd, þannig passa þarf að nota kerfið á réttum tíma og sóa því ekki til einskis.


Því miður höfum við sem stendur ekki tök á því að streyma Tier 1 keppnunum á sama máta og Tier 2, þar sem undirritaður er keppandi í Tier 1. Einhverjir keppendur munu þó líklega streyma sínum akstri, þannig endilega gangið í Facebook umræðuhóp deildarinnar ef þið viljið hafa augun opin fyrir því, sem og að fylgjast náið með framgangi mála hjá okkur.


Að lokum vildi ég rétt minna á að GTS Iceland er nú komin á Instagram. Hvet ykkur til að fylgja okkur þar ef þið hafið áhuga.
129 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page