top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Úrslit Domino's Mótsins

Domino's mót GTS Iceland fór fram í kvöld. Keyrðar voru þrjár keppnir og voru úrslitin eftirfarandi:

Ekki munaði miklu milli efstu manna (Ath. DNF = Did Not Finish)

Kjartan virtist í sérflokki og vann mjög örugga sigra í keppnum 1 og 2, en Snorri sýndi mikla yfirburði í lokakeppninni og vann hana mjög örugglega. Kjartani dugaði þó að enda í 5. sæti eða ofar í keppni 3 til að vera öruggur með sigurinn, og þó hann hafi verið á tímabili í 7-8. sæti, þá vann hann sig upp og endaði í 3. sæti.


Darri var í góðri stöðu til að gera atlögu að 2.-3. sæti fyrir lokakeppnina, en virtist ekki finna sig á götum Tokyo og þurfti að sætta sig við 7. sætið, og 4. sætið í heildina.


Snorri og Hinrik urðu því miður fyrir barðinu á tæknilegum örðuleikum. Í tímatökunni fyrir fyrstu keppni lenti Snorri í því að leikurinn hrundi og hann rétt náði að koma inn aftur áður en keppni var ræst. Hann þurfti við það að ræsa aftastur, en hann var með 2. besta tímann þegar þetta gerðist. Hann lét það ekki á sig fá og vann sig upp í 3. sæti í keppninni. Hinrik lenti heldur verr í því, en hann datt út í miðri keppni 2 og náði sér því ekki í nein stig í þeirri keppni.


Til hamingju Kjartan með flottan sigur, og Snorri og Jón fyrir 2. og 3. sætið. Þeir þrír hafa unnið sér inn gjafabréf frá Domino's.


Myndir úr keppninni má sjá HÉR og upptöku af streyminu er hægt að sjá HÉR.


Sem áður, þá hvet ég alla áhugasama til að ganga í hópinn okkar á Facebook og skella í eitt Like á Facebook Page-ið.

122 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page