Fyrir ykkur sem hafið heimsótt vefsíðuna reglulega þá hafið þið eflaust orðið vör við það að engin virkni hefur verið í fréttapistlum á síðunni í dágóðan tíma. Allt á þetta sér eðlilegar skýringar, en fyrir nokkru síðan var tekin sú ákvörðun um að vefsíðan yrði fyrst og fremst upplýsingasíða fyrir deildina og mun fréttaflutningur færast yfir á Facebook síðu deildarinnar þar sem reynt verður að setja inn fréttir og tíðindi af og til. Einnig fara fram umræður og fleira innan veggja Facebook umræðuhóps deildarinnar, og við hvetjum alla áhugasama um starf GTS Iceland til þess að ganga í hópinn til að fylgjast enn nánar með gangi mála, og/eða prófa að keyra með hópnum.
Vefsíðunni verður samt sem áður haldið við og uppfærð þar sem við á, t.d. stigatöflur og tölfræði deildanna, reglur, keppnisdagatöl og svo framvegis. Stöku fréttapistlar munu svo birtast hér og þar, en ekki í sama mæli og áður var.
Helst í fréttum þessa dagana er að Kári Steinn Þórisson hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, annað árið í röð, en hann hefur verið óstöðvandi á seinni helming tímabilsins. Einnig hefur Hannes Jóhannsson tryggt sér 2. sætið. Við óskum þeim Kára og Hannesi innilega til hamingju með frábæran árangur! Við fjölluðum aðeins um keppnina í nýrri færslu á Facebook síðu deildarinnar. Sjá HÉR.
Nú fer svo 2020-21 tímabilinu senn að ljúka, en aðeins ein umferð er eftir: 2 klukkustunda þolakstur á Nürburgring Nordschleife í GT3 bílum. Keppnin fer fram miðvikudagskvöldið 5. maí og verður sem fyrr sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 E-Sport, og á YouTube rás GTS Iceland.
---
Comments