top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

GTS Iceland á Stöð 2 eSport !

Eftir mikla hrinu frétta upp á síðkastið þá hefur verið heldur rólegt síðustu daga, en í dag rjúfum við þögnina með stórfréttum:


GTS Iceland verður í beinni á Stöð 2 eSport!


Já, þið lásuð þetta rétt. Í samvinnu við Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) og Sýn hefur verið ákveðið að allar sautján keppnir efstu deildar GTS Iceland, Tier 1, verði á dagskrá Stöð 2 eSport í beinni útsendingu. Þetta er eitthvað sem hefur verið í pípunum í nokkurn tíma, en var fyrst í dag endanlega staðfest.


Um er að ræða fyrsta reglulega dagskráliðinn á Stöð 2 eSport sem snýr að hermikappakstri og erum við mjög stolt af því að taka þátt í rafíþróttasenunni á Íslandi með þessum hætti.


Ennþá á eftir að hnýta einhverja lausa enda, en undirritaður gat ekki setið á sér með að tilkynna þessi tíðindi! Gran Turismo Sport verður nú að teljast með fallegri leikjum og á klárlega eftir að njóta sín vel á stóra skjánum, og miðað við keppendahópinn þá ætti enginn að verða svikinn af hörku kappakstri annað hvert miðvikudagskvöld.


Áhugasamir um starfsemi okkar eru endilega hvattir til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur.


Við erum hér:

181 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page