top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Fyrsta Keppnisvika 2021

Eftir 4 vikna jóla- og nýársfrí er GTS Iceland að detta aftur í gang. Fyrstu keppnir ársins fara fram á morgun, þriðjudaginn 12. janúar, þar sem Tier 3 og Tier 2 deildirnar hefja nýtt keppnistímabil (Vortímabil), og svo fer efsta deildin af stað kvöldið eftir, miðvikudaginn 12. janúar.


Þó deildarkeppnin sé búin að vera í fríi, þá hefur nóg verið um kappakstur í hópnum. Þriðja umferð Þolakstursmótaraðarinnar fór fram og var keyrt á Monza í tvær klukkustundur seint að kvöldi 2. í jólum. Í síðustu viku fór fram fyrsta "Vikulega Lobbyið", sem er nýtt á dagskránni í hópnum, en planið er að hittast vikulega í braut og frjálslegan kappakstur þar sem hlutunum er ekki tekið alvarlega. Um helgina var svo haldið smá ör-mót tileinkað Vision Gran Turismo bílunum þar sem Hannes fór með sigur af hólmi. Það hefur því verið nóg um að vera hjá okkur í GTS Iceland, þó svo deildarkeppnin hafi verið í fríi.


En nú er alvaran að hefjast aftur og keppendur komnir í gírinn. Fyrir ykkur sem viljið rifja upp, þá mælum við með að glugga í síðustu færslu hér á vefsíðunni, þar sem við fórum ítarlega yfir fyrri helming keppnisársins. Einnig vorum við með umræðuþátt fyrir 2 vikum síðan á Stöð 2 E-Sport, en hægt er að horfa og/eða hlusta á hann á YouTube rás GTS Iceland HÉR. Farið far vel ofan í saumana á TIer 1 deildinni, keppendur kynntir, stigataflan skoðuð, keppendur komu í spjall o.fl.


Úr Tier 2 er það helst að frétta að liðaskipan og bílaval keppenda er komið á hreint:

Það er virkilega gaman að sjá svona mörg lið og er það nokkuð ljóst að liðakeppnin verður mjög hörð!


Við ljúkum þessari færslu með smá "peppi", en hér að neðan eru hlekkir á tvö stutt myndbönd með því besta úr Tier 1 og Tier 2 deildunum á 2019-20 keppnistímabilinu.Við erum hér:

147 views0 comments

Comments


bottom of page