top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Íslenzka GT3 Þolakstursmótaröðin

Eins og mörg ykkar sem þekkja til vitið, þá samanstendur deildarkeppni GTS Iceland af þremur deildum: Tier 1, Tier 2 og Tier 3. Nú hefur hinsvegar hafið göngu sína ný mótaröð innan GTS Iceland sem er þó alveg óháð deildarkeppninni og með svolítið öðru sniði. Við kynnum til leiks Íslenzku GT3 Þolakstursmótaröðina!

Þetta byrjaði allt með því að hann Valdimar Örn, keppandi í Tier 1 og mikill góðvinur deildarinnar, tók sig til og stóð fyrir 2 klukkustunda GT3 þolaksturskeppni á hinni belgísku Spa Francorchamps þann 17. október. Tilefnið var 24 klukkustunda keppni GT World Challenge á Spa, en keppnin er stærsta GT3 keppni ársins og fór fram um nýliðna helgi.


Ásóknin var mikil og vakti keppnin og fyrirkomulagið mikla lukku innan hópsins, en keppendahópurinn var blanda af keppendum úr öllum þremur formlegu deildum GTS Iceland. Í kjölfarið ákvað Valdimar að halda þessu áfram gera úr þessu mótaröð, og úr varð Íslenzka GT3 Þolakstursmótaröðin. Keppt verður á u.þ.b. 4-5 vikna fresti og er búið að skipuleggja næstu keppni sem verður á hinni goðsagnakenndu Nürburgring 24H þann 14. nóvember. Full skráning hefur þegar náðst í keppnina, en ef skráning heldur áfram að aukast er mögulegt að keppt verði í tveimur lobby-um samtímis.

Jón Valdimarsson bar sigur úr býtum í 1. umferð, 2 klukkustunda þolakstri á Spa Francorchamps

Ólíkt deildarkeppnunum þá velurðu ekki alltaf þinn keppnisbíl sjálfur, heldur er haldið svokallað "bílalottó" í aðdraganda keppni. Þar er keppendum úthlutað keppnisbíl af handahófi úr fyrirfram ákveðnum lista. Það var gert fyrir keppnina á Spa, og sama verður uppi á teningnum fyrir næstu keppni, nema lottóið verður gert með meiri fyrirvara. Ástæðan er sú að í mótaröðinni er uppsetning bílanna frjáls þannig gott er að hafa nægan tíma til þess að finna uppsetningu sem hentar bíl, ökumanni og braut. Mótaröðin er enn á byrjunarstigi og kann eitthvað að breytast við fyrirkomulag og reglur þegar fram líða stundir, en við hvetjum áhugafólk um þolakstur að skoða þetta vel. Keppnin á Spa var frábær skemmtun og ekki er von á síðri skemmtun á Nürburgring.


Endilega kíkið á okkur í umræðuhópnum á Facebook (linkur hér að neðan) og kynnið ykkur málið.


Við erum hér:

83 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page