top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Nýr Styrktaraðili: Antons Mamma Mia

Á dögunum bættist við nýr styrktaraðili í flóruna hjá okkur í GTS Iceland. Fyrir eru AutoCenter, Tasty og Hafið Fiskverslun, en nú hefur Antons Mamma Mia bæst í þennan föngulega hóp.


Antons Mamma Mia er veitingastaður í Keflavík og ætlar að veita verðlaun fyrir ráspól í hverri keppni í Tier 1 deildinni og verða þau í formi veitinga. Verðlaunin eru tvennskonar og róterast á milli keppna, annarsvegar hamborgaraveisla fyrir fjóra, og hinsvegar tvær pizzur og hvítlauksbrauð. Tímatökusnillingar Tier 1 og fjölskyldur þeirra ættu því ekki að svelta á meðan á tímabilinu stendur.

Einnig veittu þau verðlaun í síðustu keppni í þolakstursmótaröðinni, en hún er í umsjá Valdimars, Tier 1 keppanda og liðsstjóra TGR Iceland keppnisliðsins. Antons Mamma Mia ætla að halda áfram að veita verðlaun í þolakstrinum og svo stendur einnig til að veita einhver verðlaun í lokakeppni Vetrartímabils Tier 2, en frekari upplýsingar um það liggja ekki fyrir að svo stöddu.


Við þökkum Antons Mamma Mia kærlega fyrir áhugann og stuðninginn við deildina okkar og bjóðum þau hjartanlega velkomin í GTS Iceland fjölskylduna. Við hvetjum ykkur auðvitað sem flest til þess að koma við hjá þeim í smá bita ef þið eigið leið hjá í Keflavík.


Við erum hér:

82 views0 comments

Comments


bottom of page