top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Toyota Gazoo Racing Iceland: Tier 1 Liðskynning

Það eru frekari tíðindi úr Tier 1 deild GTS Iceland, en nýtt keppnislið hefur verið tilkynnt. Það er þó kannski ekki alveg rétt að segja að liðið sé nýtt, þar sem hér eru á ferð félagarnir Valdimar Örn (ValdimarMatt) og Hannes Jóhannsson (Hanzo_GTs) sem snúa aftur með sitt keppnislið.


Á 2019-20 tímabilinu keyrðu þeir undir liðsnafninu "Yota-Hachi Racing Team"og var eins og nafnið gefur til kynna með Toyota þema, en þeir fengu leyfi frá Toyota á Íslandi til að nota logo og slagorð þeirra á keppnisbílum sínum. Liðið náði frábærum árangri og stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni liða á tímabilinu, þar sem Hannes endaði í 2. sæti og Valdimar í 8. sæti í stigakeppni ökumanna. Einnig voru þeir eina keppnisliðið sem náði 1-2 úrslitum í keppni. Þeir sáu því enga ástæðu til annars en að snúa aftur sem liðsfélagar og ætla sér að sjálfsögðu ekkert minna en að verja titilinn í liðakeppninni á 2020-21 keppnistímabilinu.


Liðið verður þó ekki undir sama nafni og áður og þar ber heldur betur til tíðinda. Valdimar, liðsstjóri, hefur verið í samskiptum við Toyota á Íslandi varðandi komandi tímabil og var mikill gagnkvæmur áhugi á að halda áfram og að auka á samstarfið. Það fór því svo að nú keyra þeir félagar í formlegu eSport keppnisliði Toyota á Íslandi, í samvinnu við kappaksturssvið framleiðandans, Toyota Gazoo Racing Europe, en nú kallast liðið Toyota Gazoo Racing Iceland, eða TGR Iceland.


Toyota á Íslandi gaf út tilkynningu um liðið í gær, sjá HÉR.

TGR Iceland mun að sjálfsögðu keyra í hvíta/rauða/svarta Gazoo Racing þemanu

Keppnisbílar sem hafa verið ákveðnir hingað til eru:Enn er óákveðið hvort að Gr.3 keppnisbíllinn verði GR Supra eða FT-1, en bílaprófanir standa yfir þessa stundina hjá liðinu.


Við óskum Valdimar og Hannesi góðs gengis á tímabilinu og samgleðjumst þeim yfir þessum áfanga. Á sama tíma þakkar GTS Iceland Toyota fyrir áhugann á starfi deildarinnar og það verður áhugavert að fylgjast með hvort fleiri umboð taki þátt í fjörinu.


Við erum hér:

149 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page