Það eru stórtíðindi úr herbúðum GTS Iceland, en það er með mikilli ánægju sem ég kynni AutoCenter (www.autocenter.is) sem nýjan styrktaraðila GTS Iceland!
AutoCenter er alhliða bílaverkstæði og er fátt sem þeir taka ekki að sér í þeim efnum. Meðal verkefna sem þeir vinna eru bílamálun, réttingar, Nano Ceramic vörn, bílrúðuskipti, þrif, viðgerðir og fleira.
Framlag AutoCenter til GTS Iceland er ekki af verri endanum, en þeir munu veita verðlaun fyrir 1.-3. sæti í Tier 1 deildinni í lok tímabils. Verðlaunin eru eftirfarandi:
1. sæti:
- Nano Ceramic meðferð á fólksbíl eða jeppling. Verðmæti allt að ca. kr. 150.000
- Verðlaunagripur
2. sæti:
- Alþrif + djúphreinsun á fólksbíl eða jeppling.
- Verðlaunagripur
3. sæti:
- Alþrif á fólksbíl eða jeppling.
- Verðlaunagripur
Einnig mun AutoCenter veita verðlaunagripi fyrir 1.-3. sæti í Tier 2 deildinni fyrir bæði vetrar- og vortímabilið.
En þeir stoppa ekki þar, heldur munu keppendur í Tier 1 og Tier 2 einnig fá forgangsþjónustu í tjónaviðgerðir hjá þeim. Þannig ef þið lendið í tjóni .. who you gonna call?
GTS Iceland þakkar AutoCenter innilega fyrir stuðninginn!
Comentarios