top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Nýr Styrktaraðili GTS Iceland!

Það eru stórtíðindi hjá GTS Iceland, en á dögunum hafði Pétur hjá Veitingastaðnum Tasty (www.tastyfood.is) samband við mig, en hann hefur verið að fylgjast svolítið með gangi mála hjá okkur upp á síðkastið. Hann er mjög hrifinn af því sem við erum að gera og vildi endilega vinna eitthvað með okkur.


Úr varð að nú er Tasty fyrsti formlegi styrktaraðili GTS Iceland!


Frá og með upphafi komandi tímabils verða veitt "Tasty Awards" fyrir hraðasta hring í hverri keppni í bæði Tier 1 og Tier 2. Verðlaunin verða í formi gjafabréfs hjá Tasty sem hljóðar upp á burger máltíð fyrir tvo, svo sannarlega ekki af verri endanum.


Ég vil þakka Pétri og Tasty kærlega fyrir að styrkja okkur og sýna mótaröðinni þennan áhuga og ég hlakka mikið til að vinna þetta með honum.


Það er gaman að sjá áhugann á GTS Iceland aukast. Í upphafi, og enn til þessa dags, hefur bílablað Morgunblaðsins (www.mbl.is/bill) fjallað svolítið um okkur og verið sérstakur velunnari mótaraðarinnar, og nú bætist Tasty við.


Hægt er að finna Tasty "decal" til að setja á bílana í Discover hluta leiksins, undir leitarorðinu "tastygtsice". Ég hvet sem flesta til að gefa Tasty smá shoutout í formi merkingu á bílana hjá ykkur. Einnig er hægt að finna MBL - Bílar decal undir leitarorðinu "bilarmbl".

54 views0 comments

Recent Posts

See All

Yorumlar


bottom of page