top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Taycan eKappakstur: Úrslit - Umfjöllun - Myndir

Þó að deildarkeppni GTS Iceland sé vissulega komin í sumarfrí, þá er samt sem áður alltaf hægt að skella í keppni, en sú var einmitt raunin í kvöld. Fram fór keppni í boði Porsche hjá Bílabúð Benna þar sem keppendur þeyttust um hina mögnuðu Spa Francorchamps á Porsche Taycan Turbo S í góðar 50 mínútur. Þó nokkur áhugi var fyrir keppninni en því miður voru nokkrir keppendur sem ekki létu sjá sig þegar á hólminn var komið, en þegar keppni hófst voru 9 keppendur á ráslínu.


Dagskráin hófst kl. 20:00 með 10 mínútna tímatökum til þess að raða keppendum upp á ráslínu. Það var hún Eva María sem náði ráspól, en þó ekki nema örfáum sekúndubrotum á undan Hannesi sem náði 2. besta tíma. 3. sætinu í tímatökum náði Valdimar Örn.


Að loknum tímatökum hófst keppnin og hún fór af stað með látum. Rétt fyrir fyrstu beygju lenti Dimmi í því óhappi að fara aðeins út í gras og sneri bílnum í veg fyrir nánast alla keppendur, nema Evu. Fyrir vikið náði hún strax þægilegri forystu á meðan hópurinn þurfti að rétta úr kútnum eftir atvikið í 1. beygju.

Það er óhætt að segja að það var handagangur í öskjunni í 1. beygjunni

Fljótlega dreifðist úr keppendum, en það voru þau Eva og Hannes sem voru í miklum sérflokki í þessari keppni. Þau voru nánast óaðskiljanleg alla keppnina og keyrðu bæði óaðfinnanlega. Það var þó hún Eva sem stóð uppi sem sigurvegari og hlítur að launum vegleg verðlaun í boði Bílabúð Benna! Valdimar Örn endaði nokkuð öruggur í 3. sætinu, á sama stað og hann ræsti, en það var þó ekki áfallalaust, því hann fór einna verst út úr atvikinu í 1. beygju og datt niður í síðasta sæti. Það verður því að teljast ansi vel af sér vikið að ná aftur 3. sætinu. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Bíll Evu Maríu, sigurvegara keppninnar
Hannes á möttum bláum/gulum Taycan, en hann hreppir 2. sætið
Valdimar náði 3. sætinu, rokkandi þetta skemmtilega KSÍ livery á bílnum sínum

Hér eru svo heildarúrslit keppninnar:


Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þáttökuna og Bílabúð Benna innilega fyrir samstarfið. Fyrir þá sem misstu af keppninni, þá er hægt að horfa á streymið frá henni HÉR. Svo er hægt að skoða myndaalbúm frá keppninni fyrir þá sem vilja sjá svipmyndir frá fjörinu.


GTS Iceland má finna víðsvegar og við hvetjum áhugasama til þess að fylgja okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast nánar með gangi mála. Þið sem hafið áhuga á að keyra eitthvað með okkur er bent á að ganga í umræðuhópinn í gegnum linkinn hér að neðan.


Við erum hér:


60 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page