Nú eru keppendur og lið að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tímabilið. Í gær kynnti fjórða liðið sig til leiks í Tier 1 deildinni, en það er Team Autocenter. Það er gaman að segja frá því að Team Autocenter spilar fram keppendum í báðum deildum, Tier 1 og Tier 2, og er eina liðið sem gerir svo.
Læt hér fylgja liðskynninguna sem sett var í Facebook umræðuhóp deildarinnar í morgun. Myndir af keppnisbílum eru neðst í færslu.
--------
Team Autocenter kynnir sig til leiks.
Bílstjórar:
Halli Bjöss #82
Skúli Þór Johnsen #68
Ásgeir Snorrason #16 (Tier 2)
Liðsstóri / "búninga"hönnuður:
Ásgeir Snorrason #16
Við þrír störfum saman hjá Autocenter málningar- og réttingarverkstæði, og er liðsnafnið því auðsótt.
Skúli var búinn að vera að keyra með GTS Iceland Crewinu í vetur og eftir að maðurinn sem aldrei getur setið kyrr, Halli Bjöss, slasaði sig í Enduro keppni í vor og hann neyddist til að sitja kyrr, lét Skúli hann kaupa stýri og kom honum inn í GTS. Saman drógu þeir Ásgeir inn í sama pakka og Team Autocenter var komið á koppinn áður en búið var að tilkynna um liðakeppnir í leiknum.
Eðli málsins samkvæmt eru það tveir hröðustu í liðinu sem verma sæti ökuþóra í Tier 1 meðan sá hægari heldur uppi heiðrinum í Tier 2.
Bílar:
Eftir mikla heimavinnu hjá Halla með smá aðstoð frá Skúla eru þetta bílarnir sem urðu fyrir valinu:
Super Formula
> Dallara SF19 Super Formula / Toyota 2019
Gr.1
> Toyota TS050 Hybrid Toyota Gazoo Racing 2016
Gr.2
> Nissan Motul Autech GT-R 2016
Gr.3
> Porsche 911 RSR 2017
> Toyota GR Supra Racing Concept 2018
Bílarnir eru málaðir Orange Candy í grunninn og skreyttir með með svörtum/ hvítum decals sem floppa milli bíla liðsmanna.
Eins og þeir sem hafa tekið æfingar með liðinu hafa orðið varir við á Team Autocenter fullt erindi í tiltil baráttuna 🏆🥇🏎
Hlökkum til að spreyta okkur á móti ykkur í vetur. Sjáumst á brautinni
Kv. Team Autocenter
---------
Enn eitt fyrnasterkt lið kynnt til leiks og er það alveg ljóst að baráttan í Tier 1 verður gífurlega jöfn og hörð.
Hér að neðan eru myndir af keppnisbílum liðsins:
Comments