top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Liðskynning - The Wolfpack Racing

Nú styttist óðum í að keppnistímabil hefjist og eru keppendur og lið í óða önn við að negla niður val á keppnisbílum fyrir tímabilið. Á dögunum var formlega kynnt til leiks þriðja keppnisliðið: The Wolfpack Racing.


Ökumenn liðsins eru þeir Sindri Rafn og Kristinn Már. Læt hér fylgja kynninguna sem Sindri setti inn í Facebook umræðuhóp deildarinnar ásamt myndum af keppnisbílum þeirra (neðst í færslu):

-------

Jæja.

Þá er loksins komið að því.

Kynning á 3ju liðsuppsetningu tímabilsins.


Til að byrja með vil ég þakka Valdimar fyrir að redda mér liði, þar sem mér gekk illa að koma mínu logo inn í leikinn.


En ég kynni með stolti.....

Wait for it....

Waaaiiiiiit for it.....!!!!

Dumdumduuuuuum !!!!


The Wolfpack Racing kynnir sig hér með formlega til leiks!


Liðsmenn eru:


#1 Kristinn Már Waage !!! (applaud!!!!!)


#2 Sindri Rafn Ragnarsson !!! (applaud!!!!)


Keppnisbílar komandi tímabils eru eftirfarandi.

Gr.1 - Porsche 919 Hybrid (Porsche Team) '16

Gr.2 - Lexus au TOM'S RC F '16

Gr.3 - Toyota GR Supra Racing Concept '18

Gr.3 - McLaren 650S GT3 '15(vara)

Gr.X - SF19 Super Formula / Honda


Get sjálfur lítið sagt um val á liðsheiti (Valli þekki það betur) en get sagt að þetta er tekið úr einhverri liðsdeild eða slíku úr seinni heimsstyrjöldinni.


Ég og Kristinn ákváðum að setja saman lið eftir að hann kom til mín í síðasta lokahófi og vildi vera memm (já mamma leyfði) og við héldum okkur við það.


Erum nokk sammála um bílaval, en hann fær að vera Driver #1 þar sem hann bæði outqualifiaði mig um einhver brot úr sekúndu í tímatökunum til að komast í Tier1 og er so far að taka betri tíma í æfingum á fyrstu braut :P


Gat ekki annað en reynt að blanda litunum saman eftir bestu getu, en Kristinn er hrifinn af Jaguar grænum meðan ég fýlaði McLaren orange þannig, eftirfarandi myndir sýna lokaniðurstöðu.


Nú er ég hættur að bulla því ég kann ekki á svona kynningar 😂😂


Þannig enjoy og hlakka til að taka frammúr ykkur á brautinni :D

-------

Sindri og Kristinn hafa báðir æft stíft og ég held það sé nokkuð ljóst að þeir séu til alls líklegir í haust!


Það er vitað um tvö önnur lið, sem hafa ekki að fullu kynnt sig til leiks ennþá, en fylgist með hér á síðunni þar sem fleiri liðskynningar munu detta inn eftir því sem þær berast.45 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page