top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Ný Liðskynning í Tier 1: GK Racing

Updated: Sep 4, 2020

Það hefur verið ansi rólegt hjá okkur í GTS Iceland upp á síðkastið, en nú þegar innan við vika er í að keppnistímabilið hefjist þá er við því að búast að það fari að draga til tíðinda.

Liðsmerki GK Racing

Það sem er í fréttum í dag er að nýtt keppnislið hefur verið kynnt til leiks í Tier 1 deildinni. Liðið samanstendur af þeim Guffa (Guffaluff) og Kára (KariS10_97) og ber nafnið GK Racing. Guffi setti inn smá kynningu í Facebook hóp deildarinnar og hljóðaði hún svona:


"Nýtt keppnislið hefur verið formað í Tier 1 deildinni, en ég og Kári Steinn Þórisson höfum ákveðið að keyra saman á yfirvofandi keppnistímabili undir hinu afar frumlega liðsnafni "GK Racing". Endanlegt bílaval liggur ekki alveg fyrir ennþá en ég mun henda inn póst í hópinn þegar það er klárt og livery tilbúin.


Kári er eins og allir vita ríkjandi íslandsmeistari og ætlar sér að gera atlögu að því að endurtaka leikinn, en það verður hægara sagt en gert gegn skuggalega sterkum hópi af ökuþórum. Persónulegt markmið mitt verður ögn hógværara en hjá Kára, en það er einfaldlega að halda mér í Topp 8 til að sleppa við tímatökur fyrir næsta tímabil, ásamt því að leggja mitt af mörkum til að safna stigum fyrir liðið, og auðvitað að skemmta mér konunglega.


Við hlökkum mikið til að mæta ykkur aftur á brautinni næstu 8 mánuði, veislan er rétt að byrja!"


Tveimur dögum síðar var fyrsti keppnisbíllinn "frumsýndur", en það er Gr.3 keppnisbíllinn og var það Peugeot RCZ Gr.3 sem varð fyrir valinu.

Bílaval liðsins er að mestu komið á hreint. Í Gr.2 flokki keyra þeir 2016 Nissan GT-R og Toyota í Super Formula flokknum. Ákvörðun hefur ekki enn verið tekin um keppnisbíl Gr.1 flokksins.


GK Racing er fjórða keppnisliðið sem er formlega kynnt til leiks í Tier 1 deildinni. Önnur lið eru ríkjandi meistarar liðakeppninnar, Toyota Gazoo Racing Iceland (Valdimar og Hannes), Hulk Racing (Sindri og Eyjó) og svo BYKO Racing Team (Jón Ægir og Jón Valdimars). Við búumst svo fastlega við því að Team AutoCenter (Halli og Skúli) snúi aftur, en við látum ykkur frétta af liðamálum GTS Iceland jafnóðum og tíðindin berast.


Keppnistímabilið hefst í næstu viku og eru keppnisdagarnir tveir, en ný deild, Tier 3, hefur göngu sína þriðjudagskvöldið 8. september, og svo hefjast Tier 1 og Tier 2 kvöldið eftir, miðvikudaginn 9. september. Við þurfum því ekki að bíða lengi eftir því að sjá topp klassa kappakstur á ný!


Við erum hér:

Facebook (Page)

Facebook (Umræðuhópur)

Instagram

Youtube


104 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page