Það vantar ekki tíðindin þessa dagana í GTS Iceland, en í kvöld fóru fram loka tímatökur um 9 laus sæti í Tier 2 á Vetrartímabili 2020-21. Fyrr í vikunni voru haldnar "early-bird" tímatökur fyrir þá sem gátu ekki mætt í kvöld, sem og þá sem vildu einfaldlega ljúka þessu af fyrr, en í kvöld voru formlegar tímatökur þar sem menn börðust um sekúndubrotin!
Það voru þegar 5 keppendur með öruggan keppnisrétt. Ákveðið var að keppendur sem höfðu endað í Top 5 á Vetrar- og/eða Vortímabili 2019-20 ættu öruggt sæti áfram í deildinni, en deildin var ekki lokuð á síðasta tímabili. Þessi 5 keppendur eru:
Ásgeir Snorrason
Óttar Örn Johnson
Veigar Albertsson
Sævar Már Árnason
Vilhjálmur Árnason
Hér eru svo lokaniðurstöður Tier 2 tímatakanna, en 9 bestu tímarnir skila sér í keppnisrétt í deildinni:
Eins og sjá má þá er ansi mjótt á mununum þar sem vel innan við sekúnda skilur að 1. - 6. sætið, og innan við 2 sekúndur frá 1. - 9. sætis. Keppendalistinn fyrir Vetrartímabil Tier 2 er því fullmótaður og alveg á hreinu að það verður ekkert gefið eftir á komandi tímabili.
Þeir sem ekki náðu í gegnum þessar tímatökur þurfa þó ekki að örvænta, því það stefnir einnig í fínan hóp sem mun keyra í þriðju deildinni, Tier 3, sem er opin öllum og á eftir að bjóða upp á hörku kappakstur. Vonandi sjáum við þar alla þá ökuþóra sem ekki náðu í gegn í kvöld, og fleiri til!
Vilt þú prófa að keyra með hópnum? Það eina sem þú þarft er PlayStation 4 leikjavél, eintak af Gran Turismo Sport, og svo góða (keppnis)skapið. Áhugasamir eru hvattir til þess að ganga í Facebook umræðuhóp deildarinnar.
Comentários