top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tímabilið hefst í kvöld!

Nú er biðin loks á enda, en þriðja keppnistímabil GTS Iceland hefst í kvöld. Eins og áður hefur komið fram er ný deild að hefjast frá og með þessu tímabili, en Tier 2 deildin er undirdeild fyrir þá sem ekki náðu tímatöku fyrir Tier 1, eða einfaldlega vilja taka þátt í kappakstri sem krefst minni skuldbindingar.


Prógrammið hefst kl. 20:00 annað kvöld, miðvikudaginn 11. september, en þá hefjast tímatökur fyrir Tier 2 keppnina, en keppni sjálf hefst kl. 20:10.


Tímatökur hjá Tier 1 hefjast kl. 21:45, og keppni kl. 22:02.


Það verður því nóg um úrvals kappakstur annað kvöld og enginn vafi liggur á því að hart verður barist.


Tier 2 keppninni verður streymt beint, og einhverjir keppendur Tier 1 verða með live streymi frá sínum akstri. Endilega fylgist með í Facebook umræðuhóp deildarinnar.

29 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page