top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

10. Umferð: Tier 1 Tímabilið Hálfnað, Tier 2 Vortímabil Hefst

Updated: Feb 5, 2020

10. umferð GTS Iceland fór fram miðvikudaginn síðastliðinn, þann 29. janúar, í samstarfi við AutoCenter og Tasty. Eftir mikla og erfiða bið, þá var loks komið að því að keyra á hinni margrómuðu Spa. Gran Turismo Sport spilarar þurftu að bíða ansi lengi eftir því að fá þessa sögufrægu braut í leikinn en hún er af mörgum talin ein skemmtilegasta kappakstursbraut veraldar. Það var því mikill spenningur í keppendum í aðdraganda 10. umferðar GTS Iceland þegar mótaröðin hélt til Belgíu og við þeyttumst loksins um Spa Francorchamps!


Þessi keppni markaði upphaf Vortímabils Tier 2 deildarinnar, en eins og áður hefur komið fram þá skiptist Tier 2 upp í tvö tímabil, Vetrar- og Vortímabil, á meðan Tier 1 keyrir eitt 19 keppna tímabil sem spannar 9 mánuði. Tveir af fastagestum Vetrartímabilsins eru nú komnir í Tier 1, þeir Sævar Helgi og meistari Vetrartímabilsins, Þorsteinn Sveinsson, og því voru aðeins færri keppendur en vanalega sem tóku af stað í fyrstu keppninni.


Það voru þau Hlynur (MrPakkinn) og Eva (Nasty_Supergirl) sem settu tóninn og voru í sérflokki í þessari keppni. Hlynur náði ráspól, en Eva var þú ekki nema um 0.05 sekúndum á eftir honum. Eva náði ekki að gera atlögu að sigrinum, en hélt Hlyn þó við efnið. Í lok keppni munaði 5 sekúndum á milli þeirra í 1. og 2. sætinu. Hlynur setti einnig hraðasta hring í keppninni og er því handhafi Tasty verðlauna keppninnar og á inni máltíð fyrir tvo!


Nokkur barátta var um 3.-5. sætið, en það voru þeir Ásgeir (SkeiriGB), Sævar Már (saever_mar) og Veigar (Veigardinho) sem voru að slást um síðasta sætið á verðlaunapalli. Þegar uppi var staðið var það Ásgeir sem hafði betur og landaði hann 3. sætinu, 8.5 sekúndum á undan Sævari sem tók 4. sætið, 5 sekúndum á eftir Veigari í 5. sæti. Hafþór (haffiw) og Gosi (Gosi-) háðu baráttu um 6.-7. sætið, og þar hafði Hafþór betur.


Hér eru úrslit tímatöku og keppni í Tier 2, ásamt stöðunni í stigakeppninni eftir þessa fyrstu umferð vortímabils:Því miður var Tier 2 keppninni ekki streymt í þetta skipti þar sem undirritaður var ekki í stöðu til þess, en 2. umferð verður streymt og lýst í beinni, þannig endilega fylgist með!


Tier 1 tók við síðar um kvöldið og náðist næstum því fullt grid, en aðeins vantaði einn keppanda á ráslínuna. Kári (KariS10_97) hélt uppteknum hætti og nældi sér í ráspól, en þó ekki nema 0.2 sekúndum hraðari en Jón Ægir (crackdup23). Jón náði framan af að halda í Kára, en eftir því sem leið á keppnina þá fjarlægðist Kári og sigldi öruggt til sigur, 25 sekúndum á undan Jóni sem landaði 2. sætinu. Kári endaði einnig með hraðasta hring í keppni og er því, rétt eins og Hlynur í Tier 2, handhafi Tasty verðlauna keppninnar.


Hannes nældi sér í 3. sætið en Guffi í 4. sætinu reyndi hvað hann gat að pressa á hann. Stóran hluta keppninnar var stöðugt u.þ.b. 5 sekúndna bil á milli þeirra, en Hannes keyrði af miklu öryggi og náði Guffi ekki að loka þessu bili til að gera atlögu að 3. sætinu.


Kristinn Már (KMW90) er hástökkvari keppninnar, en eftir að hafa ræst frá 11. sæti þá nældi hann sér með mistakalausum og öruggum akstri í 5. sætið og fór því upp um heil 6 sæti í keppninni!


Hér má sjá úrslit tímatöku og keppni, ásamt stöðu í stigakeppni ökumanna og liða í Tier 1:

Hafa þarf í huga að Tier 1 tímabilið er í heildina 19 keppnir, en af þeim þá gilda 15 bestu keppnir hvers og eins til úrslita. Það er heldur snemmt að sýna stöðuna með fjórum verstu keppnum hvers og eins dregnum frá, en til að fá réttari mynd á stöðu leika þá er hér búið að draga frá tvær verstu keppnir allra ökumanna.


Eftir 10 umferðir þá er Kári kominn með nokkuð þægilega forystu og trjónir á toppnum í stigakeppni ökumanna. Hannes og Halli eru að slást um 2. og 3. sætið, og svo Guffi og Jón Ægir um 4. og 5. sætið.


Baráttan um 10. sætið, sem er síðasta sætið sem tryggir öruggan keppnisrétt í Tier 1 á næsta tímabili, er þessa stundina á milli Valdimars, Sindra, Braga og Kristins, en Kristinn er þó búinn að ná að skilja sig aðeins frá eftir að lenda í 5. sæti í síðustu tveimur keppnum.


Það er nóg af stigum eftir í pottinum og því er þetta allt ansi opið og allt getur gerst!


Eins og glöggir hafa kannski tekið eftir, þá eru nú aðeins þrjú keppnislið skráð, en í upphafi tímabils voru þau fimm. Það kom fram í síðustu færslu að keppnislið Guffa og Snorra er ekki lengur skráð til keppni eftir að Snorri dró sig frá keppni, en nú er það lið Sindra og Kristinns sem er horfið af listanum. Þeir tóku sameiginlega ákvörðun um að leysa upp liðið, The Wolfpack Racing, og keppa nú solo.


Næsta umferð fer fram þann 12. febrúar og verður á Laguna Seca.


Sem fyrr þá hvetjum við áhugasama um að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og ganga í umræðuhópinn á Facebook ef þið viljið fylgjast enn nánar með, og/eða keyra eitthvað með okkur.

Við erum hér:


Myndir frá actioni vikunnar:

63 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page