top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

7. Umferð: Úrslit-Umfjöllun-Myndir

(ATH: Myndaalbúm frá keppnunum er neðst í færslu) Enn ein umferð GTS Iceland fór fram í vikunni. Í boði AutoCenter og Tasty keyrðu keppendur í 7. umferð íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport. Keyrt var á Nürburgring GP keppnisbrautinni í Þýskalandi og var hörkufjör að vanda. Tier 2 keppendur keyrðu BMW M4 Gr.4 bíla á meðan Tier 1 keppendur keyrðu keppnisbíla í Gr.3 flokki, sem svipar til GT3 flokks í raunveruleikanum.


Tier 2 setti tóninn en þar hófst dagskráin kl. 19:00 með tímatökum. 9 keppendur voru mættir til leiks og var Eva mætt á nýjan leik eftir að hafa sigrað sína fyrstu keppni í 5. umferð á Bathurst. Hún byrjaði af hörku og náði ráspól.


Strax varð mikil barátta milli hennar og Þorsteins, þar sem sá síðarnefndi hafði betur eftir harða baráttu í nokkra hringi. Eva lenti útaf og dróst aftur úr, en náði á endanum að vinna sig upp í 3. sæti og nældi sér í 18 stig fyrir vikið. Ásgeir kom í mark í 3. sæti, en endaði í 4. sæti vegna refsingar sem hann hafði náð sér í keppninni. Því miður lenti einn keppandi í tæknilegum örðuleikum, en hann Gunnar (Gunzo1988) datt út í miðri keppni, en netið var eitthvað að stríða honum.


Einn nýr keppandi tók þátt, hann Gosi (Gosi-) sem endaði í 7. sæti og nældi sér fyrir vikið í 10 stig. Það er alltaf ánægjulegt að sjá ný andlit í keppnum og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá hann aftur á braut í komandi keppnum!


Keppninni var streymt og lýst í beinni útsendingu, en fyrir þá sem vilja kíkja á upptökuna þá má finna hana HÉR.


Eins og áður hefur komið fram þá eru 9 keppnir á vetrartímabili Tier 2 deildarinnar, en 7 bestu keppnir hvers og eins gilda. Það þýðir að tvö verstu úrslit hvers og eins teljast ekki með. Frá og með núna mun staðan í stigakeppni Tier 2 vera birt þar sem þetta hefur verið reiknað út.


Hér koma úrslit 7. umferðar og staðan í stigakeppni:



Eins og sjá má þá er Þorsteinn í kjörstöðu og er búinn að tryggja sér titilinn á tímabilinu. Aftur á móti þá er baráttan um sæti 2-6 gífurlega hörð þar sem ekki munar miklu milli manna! Það verður því afskaplega spennandi að sjá hvernig síðustu tvær keppnir tímabilsins fara.


Tier 1 tók við kl. 21:45, en á þeim bænum voru keyrðir Gr.3 bílar í 30 hringi. Það var hann Jón Ægir sem tók ráspól, sinn fyrsta á tímabilinu. Kári var ekki langt undan með 2. besta tímann og Halli rétt á eftir með 3. besta tímann. Ekki munaði nema 0.140 sekúndum á þeim þremur, þannig það stefndi í hörku baráttu!


Jón fór vel af stað, en missti Kára framúr sér fljótlega. Skömmu seinna lenti Jón í óhappi og féll niður listann, og frá þeim tímapunkti voru Kári og Halli í nokkrum sérflokki, en þeir voru í baráttu um 1. sætið nánast alla keppnina. Kári hafði á endanum betur og nældi í sinn 3. sigur á tímabilinu. Halli kom í mark í 2. sæti, ekki nema 1.6 sekúndum á eftir, og svo Guffi í því þriðja, rúmlega 10sek á eftir Halla.


Hraðasti hringur endaði einnig hjá Kára, þannig hann fer út úr þessari keppni með fullt hús stiga, en fyrir hraðasta hring gefst 1 stig, ásamt því að hljóta Tasty verðlaunin, sem er gjafabréf fyrir máltið handa tveimur hjá Tasty. Ekki amalegt!


Hér eru úrslit 7. umferðar í Tier 1, ásamt stöðu í stigakeppni ökumanna og liða.




Í Tier 1 samanstendur tímabilið af 19 keppnum, þar sem 15 bestu gilda til lokastiga. Þegar á hólminn er komið eru því 4 verstu úrslit hvers og eins strokuð út. Við erum ekki enn farin að reikna það inn í þessar tölur, en verður að öllum líkindum gerð frá og með 11. umferð.


Eins og glöggir sjá, þá er nafn Snorra litað rautt í stigatöflunni. Hann hefur tekið þá ákvörðun að draga sig í hlé frá kappakstri í bili og mun Þorsteinn úr Tier 2 taka hans pláss frá og með 10. umferð. Það er leitt að sjá á eftir Snorra. Hann hefur verið meðlimur og keppandi frá fyrstu keppni GTS Iceland snemma árs 2018, og var einnig liðsfélagi Guffa á núverandi tímabili og er Brothers in Arms Racing Team því vængbrotið við þennan missi. Við þökkum Snorra fyrir allar keppnirnar, en vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann aftur á braut, hvort sem það verði í Tier 1, Tier 2, eða öðrum off-season keppnum í framtíðinni.


8. umferð mun svo fara fram miðvikudagskvöldið 18. desember og verður keyrt á Autopolis í Japan. Að henni lokinni fer GTS Iceland, rétt eins og flestir landsmenn, í smá frí yfir hátíðarnar, en 9. umferð fer svo fram 15. janúar.


Eins og alltaf þá hvetjum við áhugasama endilega til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum, og þeir sem hafa áhuga á að keyra eitthvað með hópnum og/eða fylgjast enn nánar með starfi okkar, endilega gangið í Facebook umræðuhópinn okkar.


Við erum hér:


Myndir frá actioni vikunna:

95 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page