top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

2019-20 Keppnistímabilið: Brot af því Besta

Íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport, GTS Iceland, er nú formlega komin í sumarfrí. Lokahóf deildarinnar var haldið á Ræktinni um liðna helgi og voru m.a. veitt verðlaun, horft á myndskeið frá liðnu tímabili og haft það skemmtilegt. Einnig eru komnar hugmyndir á blað varðandi áframhaldið og hvernig deildirnar verða uppsettar á 2020-21 keppnistímabilinu sem hefst í haust, en frekari fréttir munu berast af því þegar hlutirnir eru niðurnegldir.


Við þökkum svo styrktaraðilum deildarinnar, AutoCenter og Tasty, kærlega fyrir gott samstarf á tímabilinu, en Tasty veittu verðlaun fyrir hraðasta hring í hverri keppni í báðum deildum, og AutoCenter skaffaði glæsilega verðlaunagripi ásamt mjög veglegum verðlaunum fyrir efstu þrjú sætin í Tier 1 deildinni.


Í sumarfríinu er hægt að kíkja á "highlights" myndbönd frá nýliðnu tímabili, en linkar á þau eru hér að neðan. Við minnum svo sem endranær á það að áhugasamir eru hvattir til þess að ganga í Facebook umræðuhóp deildarinnar, hvort sem það sé bara til að fylgjast nánar með gangi mála og/eða prófa að keyra eitthvað með hópnum.


Ef þið misstuð af, þá var lokaumferðin og úrslit tímabilsins gert upp í síðustu færslu. Allt um það HÉR.


Brot af því besta frá Tier 1 deildinni


Brot af því besta frá Tier 2 deildinniVið erum hér:

Facebook (Page)

Facebook (Umræðuhópur)

Instagram

Youtube

33 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page