top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Liðskynning - NOVA Racing Team

Liðskynningar fyrir Tier 1 halda áfram, en í fyrradag var birt fyrsta liðskynningin fyrir Tier 1 deildina. Ef þú misstir af því finnurðu kynninguna HÉR.


Ennþá hafa bara tvö keppnislið verið formlega kynnt til leiks og kynnum við nú til leiks seinna liðið, NOVA Racing Team.


Liðið samanstendur af bræðrunum Guffa og Snorra sem hafa sameinað krafta sína fyrir haustið og ætlar sér langt. Hér kemur kynningin sem sett var inn í Facebook umræðuhóp deildarinnar, ásamt myndum af keppnisbílum liðsins (neðst í færslu).

------

"Nafn keppnisliðs:

> NOVA Racing Team


Liðsstjóri:

> Guffi Þorvaldsson


Ökumenn:

> Guffi Þorvaldsson (#12)

> Snorri Þorvaldsson (#3)


Aðalsponsor á bílum

> NOVA - Stærsti Skemmtistaður í Heimi


Eins og margir vita þá erum við Snorri bræður, en það sem færri vita er að við störfum einnig á sama vinnustað - NOVA. Það er því alveg við hæfi að við keyrum saman í liði undir merkjum NOVA, sem er gert með grænu ljósi frá fyrirtækinu. Tek fram að ekki er um neinar fjárveitingar að ræða, heldur langaði okkur einfaldlega að keyra undir flaggi okkar vinnustaðs.


Persónulega hef ég lengi verið aðdáandi kappakstursleikja og alltaf leitað frekar í þá sem stíla meira inn á raunveruleikann. Eins og stór hluti simracer-a þá byrjaði sá áhugi með Gran Turismo seríunni sem ég hef spilað frá 1997 með upphaflega Gran Turismo á PlayStation, og hefur sá áhugi ekki dvínað, þvert á móti.


Það er þannig séð ekki ýkja langt síðan ég kom Snorra inn í þessa dellu, en eins og flestir sem byrja, þá er hann djúpt sokkinn. Ég er mjög ánægður að keyra samhliða brósa því drengurinn er virkilega hraður þegar hann gefur sig í það og ætlum við okkur í sameiningu að stefna hátt bæði í stigakeppni einstaklinga og liða. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem deildin er virkilega djúp, en við ætlum okkur ekki að gefa neinn afslátt í keppnunum nítján ;)


Keppnisbílar okkar eru eftirfarandi:


Super Formula

> Dallara SF19 Super Formula / Toyota 2019


Gr.1

> Toyota TS050 Hybrid Toyota Gazoo Racing 2016


Gr.2

> Honda Raybrig NSX Concept-GT 2016


Gr.3

> Porsche 911 RSR 2017

> Mercedes-Benz GT3 AMG-Team HTP-Motorsport 2016


Ég var byrjaður að vinna með hvítt-rautt-svart litaþema í livery-um á seinnipart síðasta tímabils og við höldum áfram á þeirri braut með ný og uppfærð livery fyrir haustið. Bílar okkar Snorra eru aðgreindir með með því að víxla rauða og svarta litnum, en svo keyrir Snorri bíl #3 og ég #12 og er hann einnig með Fanatec merkingu í stað Logitech á mínum bílum.


Það mun koma í ljós þegar líður á tímabilið hvort við komum til með að nýta möguleikann á að skipta út einum bíl, en eins og stendur teljum við það ólíklegt og erum ánægðir með bílaval okkar.


Við hlökkum mikið til að keyra með ykkur öllum í haust og vonumst til að sjá sem flesta para sig saman í lið, því það eykur dýptina í tímabilinu."

-------

Ekki hafa fleiri lið verið kynnt til leiks á þessari stundu, þó vitað sé til í það minnsta tveggja annara liða sem eru í undirbúningsvinnu fyrir tímabilið. Þegar fleiri lið setja inn kynningu á liði sínu verður þeim einnig deilt hér á síðunni.


Hér fylgja myndir af keppnisbílum NOVA Racing Team:








71 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page