Á dögunum fór fram keppni á Porsche Taycan Turbo S í boði Porsche hjá Bílabúð Benna þar sem hún Eva María tók sig til og keyrði til sigurs. 2. sætið hreppti Hannes Jóhannsson og Valdimar Örn endaði í 3. sæti.
Í dag kíktum við í heimsókn í Bílabúð Benna og tók hann Tryggvi þar vel á móti okkur. Umvafinn mörgum fegurstu bílum landsins, þ.á.m. Porsche Taycan Turbo, veitti hann ofangreindum keppendum verðlaun sín fyrir árangurinn.
Eva, sigurvegari keppninnar, sá sér því miður ekki fært að mæta en sendi hana Mæju sem staðgengil og tók hún við verðlaununum fyrir hönd hennar.
Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn, og þökkum Tryggva og félögum hjá Bílabúð Benna kærlega fyrir samstarfið.
Comentarios