top of page
  • Writer's pictureGTS Iceland

Tier 1 Keppendalisti + Liðskynning!

Fyrr í kvöld fóru fram Tier 1 tímatökur þar sem keppendur börðust um þrjú laus sæti í Tier 1 deildinni á komandi keppnistímabili. Nú er því keppendalistinn fullmótaður. Það er alveg ljóst að Tier 1 verður sterkari sem aldrei fyrr og það mun verða meira en að segja það að halda sér í Top 8 og þar með tryggja sér öruggan keppnisrétt eftir tímabilið.


Eva (Eva--Supergirl) og Hlynur (MrPakkinn), sem gjörsamlega áttu Vortímabilið í Tier 2, eru bæði meðal keppanda og alveg ljóst að þau munu reynast verðugir keppinautar fyrir aðra ökuþóra Tier 1. Guðmundur Orri (Gudmundur-Orri) kemur inn nokkurn veginn glænýr, en hann á eina keppni í Tier 2 að baki. Hann sýndi flotta takta í tímatökunni og er vel að Tier 1 sætinu kominn. Sævar Helgi (saevarhelgi), sem kom inn í Tier 1 á miðju tímabili, náði Tier 1 sæti sínu á ný og hefur aldrei verið hraðari m.v. árangur hans í tímatökunni.


Í fréttum er einnig að fyrsta liðskynningin hefur litið dagsins ljós, en hann Sindri Rafn (Doxzie) opinberaði keppnisbíla sína og lið, Hulk Racing!, í Facebook umræðuhópnum okkar í vikunni:

Miðað við nafn liðsins þá kemur ekki á óvart að sjá grænt litaþema á keppnisbílunum. Bílarnir sem Sindri valdi eru eftirfarandi:


Gr.1: Toyota TS050 Hybrid 2016 (efri mynd, hægri)

Gr.2: Nissan Motul Autech GT-R 2016 (efri mynd, miðja)

Gr.3: Toyota FT-1 VGT (neðri mynd)

Super Formula: Super Formula Dallara SF19 / Honda (efri mynd, vinstri)


Eins og staðan er núna þá er Sindri einn í liði og hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann ætli að halda því þannig eða hvort hann reyni að fá einhvern með sér, en það verður bara að koma í ljós og munum við greina frá því ef eitthvað breytist.


Ennþá er u.þ.b. einn og hálfur mánuður þangað til grænu ljósin loga í fyrstu keppni tímabilsins þannig það gæti orðið einhver bið í að við fáum fregnir um önnur keppnislið. Það sem við vitum er að liðsfélagarnir Valdimar Örn og Hannes, sem keyrðu undir liðsnafninu "Yota-Hachi Racing Team" og sigruðu stigakeppni liða, hafa þegar ákveðið að keyra áfram saman og munu gera tilraun til að verja liðatitilinn. Þeir hafa þó ekki gefið neitt út ennþá um hvaða bíla þeir ætla að keyra eða hvort liðið taki einhverjum breytingum.


Einnig verða Halli og Skúli úr "Team AutoCenter" báðir áfram í Tier 1 og óhætt að gera ráð fyrir því að þeir keyri áfram sem liðsfélagar. Líklegt verður að teljast að þeir keyri áfram undir flaggi AutoCenter.


Meistari síðasta tímabils, Kári Steinn, deildi liði (Team M.I.K.A.) með Ingimagni, sem hefur ákveðið að draga sig í hlé frá kappakstri í bili. Kári er því, eftir því sem við best vitum, einn á báti. Hvort hann ákveði að keyra solo á 2020-21 tímabilinu, eða komi sér í lið með einhverjum, verður tíminn að fá að leiða í ljós.


Við látum ykkur frétta af keppenda- og liðamálum jafnóðum og við vitum meira! Ef þið viljið fylgjast nánar með gangi mála og/eða keyra eitthvað með hópnum, þá hvetjum við ykkur til þess að ganga í Facebook umræðuhópinn okkar.


Við erum hér:

86 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page