top of page
Writer's pictureGTS Iceland

Tier 1: Ný Liðskynning!

Þó vel rúmlega mánuður sé ennþá í að 2020-21 keppnistímabilið hefjist, þá er nú aðeins farið að hitna í kolunum. Á dögunum voru Tier 1 tímatökur haldnar sem úrskurðuðu loka keppendahóp efstu deildar GTS Iceland fyrir tímabilið, og jafnframt fengum við að sjá fyrstu keppnisbíla þegar hann Sindri opinberaði bíla sína og liðið "Hulk Racing". Einnig eru nú keppnisdagatöl allra deilda orðin klár og þau má finna undir viðeigandi deild hér á síðunni.


En það er ekki nóg, því þættinum hefur borist bréf! Nýtt lið hefur verið myndað og er það vægast sagt ógnvænlegt. Fyrrum keppinautarnir, þau Eva María (Eva--Supergirl) og Hlynur Már (MrPakkinn), hafa ákveðið að sameina krafta sína og munu keyra saman í liði á komandi tímabili í Tier 1. Eins og þeir sem vita sem fylgdust eitthvað með Tier 2 deildinni á liðnu tímabili, þá voru þau tvö í algjörum sérflokki og eru á meðal hröðustu keppenda hópsins. Hlynur sigraði Vortímabilið og náði sér þannig í keppnisrétt í Tier 1, en Eva flaug í gegnum tímatökurnar með besta tíma og mun því líka keyra í Tier 1.


Liðið ber nafnið "Flash & Supergirl". Þau fara óhefðbundnar leiðir og munu ekki keyra með eins/svipuð livery á bílum sínum. Bílar Evu verða í Supergirl klæðum, á meðan bílar Hlyns bera merki Flash. Sannkallað ofurhetjulið sem á eftir að vera erfitt viðureignar.


Þau eru ennþá að velta vöngum yfir hvaða keppnisbílar verða fyrir valinu, en þó er búið að ákveða keppnisbíl Gr.3 flokks: Nissan GT-R NISMO GT3 2013

Virkilega smekklegir bílar á að líta og það á eftir að verða mjög forvitnilegt að fylgjast með þessum fyrrum keppinautum keyra sem liðsfélagar á 2020-21 keppnistímabil Tier 1 deildarinnar.


Við erum hér:

109 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page